Fleiri fréttir

Kona í barnsnauð flutt með björgunarskipi frá Eyjum

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti í nótt konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum til nýju Landeyjarhafnarinnar, þar sem sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi beið hennar og var hún flutt á fæðingadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Fjöldagröf finnst í Serbíu

Fjöldagröf fannst nýverið í Serbíu skammt frá landamærunum að Kosovo. Talið er að í gröfinni séu líkamsleifar um 250 Kosovo-Albana sem leitað hefur verið í tæp 12 ár.

Flugliðar BA boða til 20 daga verkfalls

Flugliðar hjá British Airways hafa ákveðið að leggja niður störf í samtals 20 daga. Starfsmennirnir hafa undanfarna mánuði átt í hörðum deilum við stjórnendur flugfélagsins og gagnrýnt harðlega niðurskurðaráætlanir þeirra.

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey

Gríðarmikið hrun varð úr Bjarnarey, austan við Heimaey, þegar að minnstakosti hundruð tonna féllu úr bjarginu í sjó fram um fjögur leitið í nótt. Það var sjómaður á trillu sem sá þetta tilsýndar og var engin nær vettvangi þegar þetta gerðist. Vatnssúla steig hátt til himins enda var skákin sem hrundi frá sjólínu og alveg upp úr mjög stór úr hundrað metra háu bjarginu. Nú er þar grýtt fjara, þar sem sjórinn féll alveg að eynni áður.

Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús

Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarðhald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.

Sjálfstæðisflokkur heldur meirihluta

Sjálfstæðisflokkurinn tapar einum bæjarfulltrúa í Reykjanesbæ í komandi sveitarstjórnarkosningum en heldur hreinum meirihluta bæjarfulltrúa samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2, sem gerð var í gærkvöldi.

Keppa ekki við erlend veiðihús

Ísland kemst ekki á blað í umfjöllun tímaritsins Forbes yfir álitlegustu áfangastaði stangveiðimanna í heiminum. Umfjöllunarefnið er veiðihúsin sem gist er í, að því er kemur fram á vef Stangveiðifélags Reykjavíkur.

Yfir 100 vegnir í árásum í Írak

Fjöldi sprengjuárása var í Írak í gær, og er talið að þær hafi kostað í það minnsta 102 menn lífið. Dagurinn var sá blóðugasti í landinu það sem af er árinu.

Stjórnarandstaðan ekki með í ráðum

Ríkisstjórnin hefur ekki haft samráð við stjórnarandstöðuna um fyrirhugaðar breytingar á skipan stjórnarráðsins. Steypa á saman nokkrum ráðuneytum og færa til málaflokka.

Börnin vilja fleiri hoppukastala

Frambjóðendur stjórnmálaflokkanna fimm sem keppa í borgar­stjórnarslagnum í sveitarstjórnarkosningum í enda þessa mánaðar komu í heimsókn í leikskólann Nóaborg í gær og svöruðu fyrirspurnum barnanna.

Windows skipt út fyrir PalmOs

Bandaríska tæknifyrir­tækið HP hefur hætt við að keyra nýja spjaldtölvu fyrirtækisins á stýrikerfinu Windows 7 frá Micro­soft. Þess í stað mun tölvan, sem fengið hefur vinnu­­­­heitið HP Hurricane, nýta WebOS-stýrikerfið, sem fylgdi með í kaupum HP á lófatölvufyrirtækinu Palm í lok apríl.

Útboðsviðmið breytast lítið

Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í Kópavogi felldi tillögu fulltrúa Samfylkingarinnar í bæjarráði um verulega lækkun á þeim upphæðum sem miða skal við þegar ákveðið er hvort aðkeypt verkefni fyrir bæinn þurfi að fara í útboð. Samkvæmt eldri reglum þurfti að bjóða út kaup á þjónustu ef áætlaður kostnaður var yfir 15 milljónum króna.

Neyðarsjóður ESB styrkir markaðina

Evrópskar hlutabréfavísitölur hækkuðu mikið í gær eftir að Evrópusambandið tilkynnti að stofnaður yrði neyðarsjóður til að koma í veg fyrir að fjárhagsvandi Grikklands breiddi úr sér til annarra landa sambandsins.

Aukningin í takt við áætlanir

Reiknað er með því að starfsmenn tölvuleikjafyrirtækisins CCP, sem meðal annars framleiðir netleikinn EVE Online, verði í lok þessa árs rúmlega 620 talsins. Þetta kemur fram í auglýsingu sem fyrirtækið birti um helgina þar sem óskað var eftir 150 nýjum starfsmönnum.

Össur og Miliband skiptust á sms-skilaboðum

Þeir þrír kandídatar sem koma til greina sem forsætisráðherraefni Breta myndu allir reynast Íslendingum betur en Gordon Brown hefur gert, sagði Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra í samtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag.

Eyjafjallajökull ógnar Kvikmyndahátíðinni í Cannes

Öskufallið frá Eyjafjallajökli gæti haft áhrif á Kvikmyndahátíðina í Cannes, sem gert er ráð fyrir að hefjist á miðvikudaginn. Um 20 flugferðum til flugvallarins í Nice, sem er næstur Cannes, var aflýst í gær og fleiri flugferðum var frestað.

Staðfestu gæsluvarðhaldsúrskurði yfir Hreiðari og Magnúsi

Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur yfir þeim Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi stjórnendum Kaupþings banka. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis.

Leiðrétting á frétt um fjármagnsflutninga

Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis hefur ákveðið að draga til baka fréttaflutning af meintum fjármagnsflutningum nafngreindra manna til skattaskjóla sem birt var í júlí 2009. Jafnframt eru hlutaðeigandi beðnir velvirðingar á þeim skaða sem fréttin hefur valdið.

Sjúkraflutningamenn hafa farið í 57 sjúkraflutninga

Slökkviliðið var kallað í húsnæði í Vindakór á sjötta tímanum í dag. Þar hafi stíflast klóakleiðsla með þeim afleiðingum að það lak af annarri hæð hússins niður á þá fyrstu og þurfti aðstoð slökkviliðsmanna til að hreinsa til.

Eyjafjallajökull: Héraðsráðunautar skoða öskufallssvæðið

Teymi héraðsráðunauta alls staðar að af landinu munu á morgun og miðvikudag fara á bæi á öskufallssvæðinu fyrir austan, ræða við bændur og meta með þeim aðstæður og þörf fyrir aðstoð vegna fóðuröflunar og beitar í vor og sumar.

Banaslys við Ingólfsfjall

Maðurinn sem skall utan í hamravegg í vesturhluta Ingólfsfjalls á svifflugvél á fjórða tímanum í dag lést í slysinu. Slysið varð á móts við Hvammsveg í Nýbýlahverfi nánar tiltekið á milli Arnarnípu og Hólsstaðagils.

Gordon Brown segir af sér

Gordon Brown hefur ákveðið að segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann tilkynnti um þetta í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 fyrir stundu.

Engar kosningar á Skagaströnd

Ljós er að ekki þarf að kjósa til sveitastjórnar á Skagaströnd þar sem einungis einn listi býður þar fram samkvæmt fréttavefnum Feykir.is.

Rífandi gangur í strandveiðum á Faxaflóa

Fyrsti dagur í strandveiðum er í dag og þó nokkrir bátar sem hafa haldið til veiða frá Reykjavík og Akranesi. Nokkrir bátar hafa skilað sér til hafnar með skammtinn sinn og herma aflatölur af Akranesi að aflabrögð séu góð.

World Class skaðabótaskylt

Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði að líkamsræktarstöðin World Class væri skaðabótaskyld til hálfs gagnvart konu sem klemmdist í vængjahurð stöðvarinnar í Laugum sem er við innganginn.

Telja sig hafa heyrt merki frá Air France þotu

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi er sannfærð um að merki sem voru numin á hafsbotni á síðasta ári hafi verið frá flugrita Air France þotunnar sem fórst á leiðinni frá Rio de Janeiro til Parísar.

Morð í Reykjanesbæ: Yfirheyrslur hafnar - málið á viðkvæmu stigi

Yfirheyrslur eru hafnar yfir Ellerti Sævarssyni, 31 árs gömlum manni sem er grunaður um að hafa orðið karlmanni á sextugsaldri að bana aðfaranótt laugardags. Lögreglan á Suðurnesjum verst allra frétta af málinu og hefur ekki gefið upp hvort Ellert hafi játað verknaðinn.

Passið á ykkur hausinn

Ferðamenn eru þegar farnir að flykkjast til Rómar enda hlýtt og notalegt þar á þessum árstíma.

Slökkti eld með ísmolum

Kona brenndist fyrsta og annars stigs bruna í andliti og á hendi þegar hún var að bæta etanóli á arinn á veitingastaðnum Riverside í Hótel Selfoss.

Vel færir um að ráðast á Íran

Varaforsætisráðherra Ísraels segir að flugher landsins sé fullfær um að gera árásir á kjarnorkuver Írana til þess að koma í veg fyrir að þeir smíði kjarnorkusprengjur.

Dómsmálaráðherra: Ósamræmi milli dóma

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt lögmanni sem ekki fékk starf héraðsdómara sömu miskabætur og fjórum ungum stúlkum sem var nauðgað voru dæmdar samanlagt í bætur. Dómsmálaráðherra segir ósamræmi á milli dómanna.

„Þetta er í vinnuferli“

Ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna tókust á um fækkun ráðuneyta á fimm klukkustunda löngum fundi í gærkvöldi. Fækkunin er hitamál en engin ákvörðun var tekin á fundinum þrátt fyrir hreinskiptar umræður.

Ofsótti fyrrverandi eiginkonu vopnaður flökunarhnífi

Snemma á laugardagsmorgun fékk lögreglan á Selfossi tilkynningu um mann sem hafði reynt að brjótast inn til fyrrverandi eiginkonu sinnar á Selfossi. Lögreglumenn fundu manninn skammt frá heimili konunnar.

Hæstiréttur tekur afstöðu til gæsluvarðhalds á næstu dögum

Hæstiréttur úrskurðar að öllum líkindum í dag eða á morgun í gæsluvarðhaldsmáli Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar Guðmundssonar en þeir kærðu gæsluvarðhaldið til réttarins síðastliðinn föstudag. Skýrslutökur sérstaks saksóknara vegna meintra lögbrota í Kaupþingi verður haldið áfram í dag.

Skjálftahrina undir Eyjafjallajökli

skjálftahrina varð undir Eyjafjallajökli um klukkan ellefu í morgun, en virðist vera að hjaðna á ný. Nokkrir skjálftar mældust rúmlega tveir á Richter.

Smábátar streymdu til strandveiða

Litlir fiskibátar streymdu í hundraða tali til svo nefndra strandveiða í nótt og í morgun og voru yfir 800 fiskiskip af öllum stærðum skráð á sjó við landið. Samanborið við 300 til 400 skip að meðaltali á dag allt árið.

Clegg lokar engum dyrum

Allt eins er búist við að það muni taka einhverja daga fyrir íhaldsmenn og frjálslynda demókrata að mynda ríkisstjórn í Bretlandi.

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi dauður

Fíkniefnaleitarhundurinn Skuggi kvaddi þennan heim um helgina eftir stutt veikindi. Hann var 12 ára gamall. Skuggi vann að fjölmörgum fíkniefnamálum, að því er fram kemur á vefsíðu tollstjóra.

Sjá næstu 50 fréttir