Erlent

Gordon Brown segir af sér

Óli Tynes skrifar
Gordon Brown mun brátt kveðja Downingstræti 10.
Gordon Brown mun brátt kveðja Downingstræti 10. Mynd/AP
Gordon Brown hefur ákveðið að segja af sér sem leiðtogi Verkamannaflokksins. Forsætisráðherrann tilkynnti um þetta í ávarpi fyrir utan Downingstræti 10 fyrir stundu.

Brown sagði að þreifingar héldu áfram um myndun samsteypustjórnar Verkamannaflokksins og Frjálslyndra demókrata og þær yrðu nú formlegar.

Hann myndi hinsvegar ekki sjálfur leiða slíka ríkisstjórn og því hafi hann beðið forystu Verkamannaflokksins um að finna leiðtoga í sinn stað.

Frjálslyndir eru auðvitað í miðjum samningaviðræðum við Íhaldsflokkinn og meiri líkur en minni á því að þeir nái saman.

Nick Clegg virðist hinsvegar vilja halda öllum möguleikum opnum. Og það setur auðvitað þrýsting á Íhaldsmenn að hann skuli vera að fiska í tveimur tjörnum.

Brown mun þó áfram gegna embætti forsætisráðherra þartil ný ríkisstjórn hefur verið mynduð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×