Erlent

Vel færir um að ráðast á Íran

Óli Tynes skrifar
Ísraelskar F-15 orrustuþotur.
Ísraelskar F-15 orrustuþotur.

Varaforsætisráðherra Ísraels segir að flugher landsins sé fullfær um að gera árásir á kjarnorkuver Írana til þess að koma í veg fyrir að þeir smíði kjarnorkusprengjur.

Moshe Yaalon er fyrrverandi yfirmaður ísraelska herráðsins. Hann flutti í dag erindi um árásargetu flugherja í Herzliya í Ísrael.

Hann sagði meðal annars að enginn vafi leiki á að ísraelski flugherinn sé nógu tæknivæddur til þess að gera árásir á Íran.

Hugsanleg loftárás á kjarnorkuver í Íran hefur lengi verið til umræðu. Því hefur verið velt upp að kjarnorkuverin séu of langt inni í landi og of vel varin til þess að árás á þau geti heppnast.

Ísraelar hafa hinsvegar geysimikla bardagareynslu. Og það er löng hefð fyrir því að þeir geri árásir langt frá eigin ströndum.

Árið 1981 sprengdu þeir kjarnorkuver í Írak í loft upp. Árið 2007 léku þeir sama leik í Sýrlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×