Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús 11. maí 2010 06:45 Hreiðar Már Sigurðsson Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarðhald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vegna þessa taldi sérstakur saksóknari sig þurfa lengri tíma til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum Hreiðars en Magnúsar. Hreiðar var á föstudag úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald og Magnús í sjö daga. Báðir kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar, sem hefur nú staðfest úrskurðinn. Sérstakur saksóknari fór fram á að niðurstöður Hæstaréttar yrðu ekki birtar á vef dómsins vegna rannsóknarhagsmuna, og var fallist á það. Embætti sérstaks saksóknara hefur yfirheyrt nokkra sakborninga og vitni sem tengjast málum tvímenninganna undanfarna daga, meðal annars menn sem voru eða eru í forsvari fyrir þau félög sem áttu í hinum vafasömu viðskiptum við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins. Til stendur að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, en samkvæmt heimildum hefur sérstakur saksóknari enga vitneskju um hvenær hann er væntanlegur til landsins. Hann var upphaflega boðaður til yfirheyrslu á föstudaginn kemur en síðan var farið fram á að henni yrði flýtt. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gær hyggst hann ekki flýta för sinni hingað til lands, en býður sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í London, þar sem hann er búsettur. Þá stendur einnig til að yfirheyra Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Steingrím P. Kárason, fyrrverandi yfirmann áhættustýringar bankans. - sh, bj Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í gær gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Hreiðari Má Sigurðssyni og Magnúsi Guðmundssyni. Ástæða þess að farið var fram á lengra gæsluvarðhald yfir Hreiðari en Magnúsi er sú að Hreiðar er grunaður um fleiri brot en Magnús, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Vegna þessa taldi sérstakur saksóknari sig þurfa lengri tíma til að yfirheyra þá sem tengjast meintum lögbrotum Hreiðars en Magnúsar. Hreiðar var á föstudag úrskurðaður í tólf daga gæsluvarðhald og Magnús í sjö daga. Báðir kærðu úrskurðinn til Hæstaréttar, sem hefur nú staðfest úrskurðinn. Sérstakur saksóknari fór fram á að niðurstöður Hæstaréttar yrðu ekki birtar á vef dómsins vegna rannsóknarhagsmuna, og var fallist á það. Embætti sérstaks saksóknara hefur yfirheyrt nokkra sakborninga og vitni sem tengjast málum tvímenninganna undanfarna daga, meðal annars menn sem voru eða eru í forsvari fyrir þau félög sem áttu í hinum vafasömu viðskiptum við Kaupþing í aðdraganda bankahrunsins. Til stendur að yfirheyra Sigurð Einarsson, fyrrverandi stjórnarformann Kaupþings, en samkvæmt heimildum hefur sérstakur saksóknari enga vitneskju um hvenær hann er væntanlegur til landsins. Hann var upphaflega boðaður til yfirheyrslu á föstudaginn kemur en síðan var farið fram á að henni yrði flýtt. Samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gær hyggst hann ekki flýta för sinni hingað til lands, en býður sérstökum saksóknara að yfirheyra sig í London, þar sem hann er búsettur. Þá stendur einnig til að yfirheyra Ingólf Helgason, fyrrverandi forstjóra Kaupþings á Íslandi, og Steingrím P. Kárason, fyrrverandi yfirmann áhættustýringar bankans. - sh, bj
Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira