Erlent

Yfir 100 vegnir í árásum í Írak

Lögreglumenn með alvæpni skoða bíla í miðborg Bagdad. Í það minnsta 29 létust í árásum í borginni í gær. Fréttablaðið/AP
Lögreglumenn með alvæpni skoða bíla í miðborg Bagdad. Í það minnsta 29 létust í árásum í borginni í gær. Fréttablaðið/AP
Fjöldi sprengjuárása var í Írak í gær, og er talið að þær hafi kostað í það minnsta 102 menn lífið. Dagurinn var sá blóðugasti í landinu það sem af er árinu.

Mannskæðasta árásin var gerð í borginni Hillah, tæplega 100 kílómetrum suður af Bagdad. Tvær bílasprengjur sprungu í miðborginni, og þegar fólk dreif að til að hjálpa særðum sprengdi sjálfsmorðssprengjumaður sig í loft upp í miðjum hópnum.

Um það bil tveir mánuðir eru liðnir frá kosningum í Írak, en enn hefur ekki tekist að mynda starfhæfa ríkisstjórn. - bj



Fleiri fréttir

Sjá meira


×