Erlent

Telja sig hafa heyrt merki frá Air France þotu

Óli Tynes skrifar
Talsvert brak fannst úr Air France þotunni.
Talsvert brak fannst úr Air France þotunni. Mynd/AP

Rannsóknarnefnd flugslysa í Frakklandi er sannfærð um að merki sem voru numin á hafsbotni á síðasta ári hafi verið frá flugrita Air France þotunnar sem fórst á leiðinni frá Rio de Janeiro til Parísar.

Með Airbus þotunni fórust 228 farþegar og áhöfn. Ekkert neyðarkall barst frá þotunni en sjálfvirkur búnaður um borð sendi fjölmörg skilaboð um margvíslegar bilanir á augnablikunum áður en hún hvarf af ratsjá.

Ekki tókst að finna flugrita vélarinnar á dögunum eftir slysið og þeir eru nú hættir að senda staðsetningarmerki.

Sérfræðingar hafa hinsvegar legið yfir merkjum sem voru hljóðrituð á þeim tíma og eru nú sannfærðir um að þau hafi verið frá flugritanum.

Það gefur góða von um að hægt verði að finna hann í nýrri leit.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×