Innlent

Kona í barnsnauð flutt með björgunarskipi frá Eyjum

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti í nótt konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum til nýju Landeyjarhafnarinnar. Myndin er úr safni.
Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti í nótt konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum til nýju Landeyjarhafnarinnar. Myndin er úr safni.

Björgunarskip Björgunarfélags Vestmannaeyja flutti í nótt konu í barnsnauð frá Vestmannaeyjum til nýju Landeyjarhafnarinnar, þar sem sjúkrabíll með ljósmóður frá Selfossi beið hennar og var hún flutt á fæðingadeild Landsspítalans í Reykjavík.

Ástæða þessa óvenjulega flutningsmáta var sú að engin tiltæk sjúkraflutningavél var í Eyjum og þyrla Landhelgisgæslunnar gat ekki lent þar vegna þoku. Flutningurinn gekk vel, en ekki liggur fyrir hvort barnið er fætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×