Erlent

Hatursmenn fjölmenntu í gleðigöngu í Litháen

Óli Tynes skrifar
Mótmælendur voru líklega fleiri en göngufólkið.
Mótmælendur voru líklega fleiri en göngufólkið. Mynd/AP
Mótmælendur voru líklega fleiri en þeir 400 sem tóku þátt í gleðigöngu göngu samkynhneigðra í Vilnius höfuðborg Litháens um helgina.

Andstæðingar göngunnar höfðu kært hana og dómari bannað að hún færi fram. Forseti landsins sagði að sá úrskurður væri fáránlegur og úr öllum takti við mannréttindi.

Evrópusambandið og Norðurlandaráð tóku undir það og mótmæltu banninu kröftuglega. Niðurstaðan var sú að gangan var leyfð undir lögregluvernd á afgirtu svæði í miðborginni.

Utan girðingar söfnuðust hatursmenn samkynhneigðra og gerðu hróp að göngufólkinu. Það lét ekki hrópin á sig fá heldur dansaði og söng undir stórum regnbogafánum. Ekki kom til neinna átaka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×