Erlent

Fjöldagröf finnst í Serbíu

Fjöldagröf fannst nýverið í Serbíu skammt frá landamærunum að Kosovo. Hér sjást sérfræðingar að störfum á svæðinu í gær.
Fjöldagröf fannst nýverið í Serbíu skammt frá landamærunum að Kosovo. Hér sjást sérfræðingar að störfum á svæðinu í gær. Mynd/AP

Fjöldagröf fannst nýverið í Serbíu skammt frá landamærunum að Kosovo. Talið er að í gröfinni séu líkamsleifar um 250 Kosovo-Albana sem leitað hefur verið í tæp 12 ár.

Stríð braust út í Kosovo sem var hluti af Serbíu haustið 1998. Því lauk ekki fyrr en eftir 78 daga loftárásir Atlantshafsbandalagsins sumarið 1999 sem miðuðu að því að stöðva herför Serbíuhers gegn Kosovo-Albönum. Þúsundir manna féllu í átökunum en flestir þeirra komu frá Kosovo.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×