Erlent

Blóðugasti dagurinn í Írak á þessu ári

Óli Tynes skrifar
Frá Bagdad.
Frá Bagdad. MYND/AP

Að minnsta kosti 85  manns hafa farist í sprengju- og skotárásum í Írak í dag. Þetta er blóðugasti dagur sem komið hefur landinu á þessu ári.

Mannskæðasta árásin var við vefnaðarverksmiðju í suðurhluta Bagdads. Þar urðu fyrst tvær öflugar sprengingar sem felldu og særðu marga.

Þegar fólk dreif að til þess að aðstoða sprakk svo stærsta sprengjan. Um fjörutíu manns létu lífið og á annaðhundrað slösuðust í þessari árás.

Ofbeldisverkum hefur fækkað mjög í Bagdad frá því þau náðu hámarki á árunum 2006 og 2007.

Nú eru hinsvegar liðnir tveir mánuði frá kosningum í Írak og enn engin starfhæf ríkisstjórn.

Menn hafa af því áhyggjur að þetta sé vatn á myllu stríðandi afla í undirheimum og að kynþáttabundið ofbeldi blossi upp á nýjan leik.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×