Fleiri fréttir

Ráðherrar geti kallað til varamenn

Ráðherrar geta kallað til varamenn til setu á Alþingi verði frumvarp nítján þingmanna úr öllum flokkum að lögum. Í því er gert ráð fyrir að þingmaður geti, meðan hann gegnir ráðherraembætti, ákveðið að sitja á Alþingi samkvæmt embættisstöðu sinni sem ráðherra en ekki þingmaður. Missir hann því atkvæðisrétt en getur tekið þátt í umræðum.

Hláturvísindi eru ekkert gamanmál

Hlátur er frumstætt atferli og fyrsta tjáningarform okkar. Apar hlæja. Hundar og rottur hlæja. Og smábörn byrja að hlæja löngu áður en þau læra að tala.

Icesave tefur ekki stóriðjuna

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, segir ekki hægt að slengja því fram að Icesave tefji fjármögnun í stóriðju, án þess að tiltaka þau verkefni sem svo er ástatt um. Sjálfur telur hann það ekki eiga við um nein verkefni.

Gert ráð fyrir 60 milljónum aukreitis

Gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands, vegna nýrrar reglugerðar um endurgreiðslu vegna nauðsynlegs tannréttinga- og tannlækningakostnaðar, verði 60 milljónir króna á árinu 2010. Þetta kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins, sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund, og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Mati Þeistareykja lokið í júlí

Stefnt er að því að sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum vegna framkvæmda við Þeistareyki ljúki í júlí, að sögn Bergs Elíasar Ágústssonar, stjórnarformanns Þeistareykja og bæjarstjóra Norðurþings. Hann segir tafir vegna sameiginlegs mats hafa haft mikil áhrif á verkefnið og verið kostnaðarsamar.

Karlmaðurinn er látinn

Karlmaðurinn sem leitað var að Fjallabaki í dag var látinn þegar að hann fannst um hálftíuleytið í kvöld, samkvæmt heimildum Vísis. Um 280 manns leituðu mannsins þegar mest var.

Karlmaðurinn er fundinn

Karlmaðurinn sem leitað hefur verið að Fjallabaki í dag fannst um hálftíuleytið í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Hvolsvelli. Engar upplýsingar hafa borist um ástand hans. Ekki hefur fengist upplýst að svo komnu máli hvar maðurinn fannst.

Vilhjálmur: Golfið kemur ekki í stað vinnu

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segist alls ekki vera þeirrar skoðunar að golfíþróttin geti komið í staðin fyrir atvinnu. Orð hans á borgarstjórnarfundi í dag um að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa hafa vakið athygli, svo ekki sé dýpra í árina tekið.

Ók út af Grindavíkurvegi

Fólksbifreið fór út af Grindavíkurvegi um níuleytið í kvöld. Ökumaður var einn í bílnum. Hann var færður á slysadeild til skoðunar, en ekki er vitað hvort hann hafi slasast alvarlega.

Líðan eftir atvikum góð

Líðan konunnar sem fannst að Fjallabaki í dag eftir mikla leit er góð eftir atvikum að sögn vakthafandi lækni á slysadeild Landspítalans. Hún segir að konan, sem er fædd árið 1977, sé nokkuð þrekuð eftir mikla göngu en ekki alvarlega köld og ekki slösuð.

Fengu að fara um Óshlíðargöngin

Vegurinn um Óshlíð hefur verið lokaður síðan á hádegi í dag. Hins vegar var bílum hleypt um jarðgöngin á áttunda tímanum. Það er í fyrsta sinn sem almenningi er hleypt um göngin.

Fellið fær nafn innan skamms

Fellið sem myndast hefur við gosið á Fimmvörðuhálsi fær nafn innan skamms. Gríðarlega mikill áhugi hefur verið meðal almennings á nýju örnefni og hefur menntamálaráðherra ákveðið að starfshópur á vegum þriggja opinberra aðila sjái um að finna nýja kennileitinu nafn.

Rýrir trúverðugleika íslenskra fjölmiðla

Samsetning eignarhalds á stærstu einkareknu fjölmiðlunum á Íslandi er ekki gefin upp sundurliðuð. Formaður Blaðamannafélags Íslands segir það mjög óeðlilegt og að það rýri trúverðugleika íslenskra fjölmiðla.

Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa

„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga,“ sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund.

Báðar konurnar fundnar

Báðar konurnar sem leitað hefur verið að síðan í nótt eru fundnar. Konan fannst gangandi hjá Einhyrning suðvestur af Hattfelli. Hún var köld og hrakin þegar hún fannst.

Líkamsárásir kærðar í Vestmannaeyjum

Tvær líkamsárásir voru kærðar til lögreglunnar í Vestmannaeyjum eftir Páskahelgina og var í báðum tilvikum um minniháttar áverka að ræða. Báðar árásirnar áttu sér stað aðfaranótt 3. apríl. Önnur í Höllinni þar sem dyravörður var sleginn af gesti staðarins en hin átti sér stað við heimahús í Áshamri.

Borgarstjórn ætlar að draga úr umferðarhraða

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti einróma á fundi sínum í dag tillögu borgarfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks um aðgerðir til að draga úr umferðarhraða í hverfum borgarinnar. Með aðgerðunum er ætlunin að fækka umferðarslysum og auka öryggi vegfarenda.

Annasöm páskahelgi á Akranesi

Nokkuð var um ölvun og róstur um páskahelgina á Akranesi og þurfti lögregla nokkrum sinnum að grípa inn í. Einn fékk hnefahögg í andlitið á skemmtistað með þeim afleiðingum að framtönn brotnaði og annar var marinn og blár eftir að gengið var í skrokk á honum fyrir utan skemmtistað.

Enn leitað að ferðalöngum

Ferðalangarnir sem leitað er að á Suðurlandi hafa ekki fundist þrátt fyrir gríðarlega mikla leit. Um er að ræða karlmann og tvær konur sem hafa verið týnd síðan í fyrrinótt. Fólkið var í sambandi við lögregluna á Hvolsvelli aðfaranótt mánudags. Þá voru þau villt en héldu að þau væri í Fljótshlíðinni. Síðan taldi ökumaður sig hafa fundið slóða og lauk þar með samskiptunum.

Utankjörfundaatkvæðagreiðslan hafin

Hægt er að kjósa utan kjörfundar, í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hjá Sýslumanninum í Reykjavík, frá og með deginum í dag. Skrifstofa sýslumannsins er opin frá 9 að morgni til klukkan 15:30 og frá hádegi til klukkan tvö eftir hádegið um helgar.

Fáfnismenn vilja alls fjórar milljónir frá íslenska ríkinu

Sjö einstaklingar, sem tilheyrðu vélhjólaklúbbnum Fáfni, en hann heitir núna MC Iceland og eru svokallaðir Hells Angels Prospeckt, vilja alls 4,2 milljónir fyrir meintar ólögmætar handtökur. Málin voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð hefur verið ákveðin 26. september. Vegna anna hjá héraðsdómi var ekki hægt að rétta í málunum fyrr.

Tekist á um 230 milljóna króna golfvöll í borgarstjórn í dag

Á fundi borgarstjórnar í dag verða greidd atkvæði um tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins um að settar verði 230 milljónir í 9 holu golfvöll. Málið var afgreitt í ágreiningi úr borgarráði fyrir páska og kemur það því í hlut fullskipaðrar borgarstjórnar að ráða úrslitum þess á borgarstjórnarfundi sem hefst klukkan tvö í dag.

Frændi sefur

Tvær konur voru handteknar á flugvellinum í Liverpool um páskana þegar þær reyndu að smygla líki ættingja síns í hjólastól um borð í vél til Berlínar.

Vilja fund vegna áminningar

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hefur farið fram á fund í heilbrigðisnefnd.

Snjóflóð féll á skíðasvæði

Óvenju stórt snjóflóð féll á skíðasvæðinu á Siglufirði á Páskadag og olli skemmdum á mannvirkjum. Nýlega var búið að loka svæðinu þegar flóðið féll og var því engin þar á ferð.

Landhelgisgæslan leitar ferðalanga

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin suður á land til þess að leita að þremur einstaklingum sem hafa verið týndir síðan í fyrrinótt.

Varað við salmonellu í kjúklingi

Komið hefur upp grunur um salmonella smit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frekari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna.

Víða snjóflóðahætta

Snjóþekja er á Siglufjarðarvegi og í Ólafsfjarðarmúla þar er mikil snjóflóðahætta, eru vegfarendur beðnir að vera ekki þar á ferð að nauðsynjalausu. Ófært er á Súðavíkurhlíð vegna snjóflóðs og beðið er með mokstur.

Farfuglaheimili fær Svaninn í dag

Farfuglaheimilunum í Laugardal og við Vesturgötu verða veitt vottun norræna umhverfismerkisins Svansins í dag til staðfestingar á góðum árangri í umhverfismálum.

Elian litli orðinn sextán ára

Fjölmiðlar á Kúbu hafa birt nýjar myndir af piltinum Elian Gonzales sem varð frægasti flóttamaður Bandaríkjanna árið 2000.

Þriggja leitað í Fljótshlíð

Lögreglan á Hvolsvelli og björguarsveitarmenn á fjórum jeppum hófu í nótt leit að tveimur konum og einum karlmanni, sem fóru í fyrradag austur í Fljótshlíð á bláum Honda jepplingi með einkanúmerinu R 532.

Keyra á Þeistareyki og Búðarháls af stað

Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að menn gleymi gjarnan þeim uppbyggingaráformum sem fyrirhuguð eru við Þeistareyki. Þar ætli stjórnvöld sér mikla hluti. Hún segir Icesave hafa verið til trafala þegar kemur að fjármögnun.

Brown boðar til kosninga í maí

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun í dag tilkynna að þingkosningar fari fram í landinu sjötta maí næstkomandi.

Risa olíuskipi rænt

Olíuskipið er 300 þúsund lestir að stærð og er með olíufarm að verðmæti 160 milljóna dollara. Tuttugu og fjögurra manna áhöfn er um borð.

Sjá næstu 50 fréttir