Innlent

Tekist á um 230 milljóna króna golfvöll í borgarstjórn í dag

Á fundi borgarstjórnar í dag verða greidd atkvæði um tillögu Hönnu Birnu Kristjánsdóttur oddvita Sjálfstæðisflokksins um að settar verði 230 milljónir í 9 holu golfvöll.

Málið var afgreitt í ágreiningi úr borgarráði fyrir páska og kemur það því í hlut fullskipaðrar borgarstjórnar að ráða úrslitum þess á borgarstjórnarfundi sem hefst klukkan tvö í dag.

Málið er mjög umdeilt en Samfylkingin hefur meðal annars bókað gegn tillögunni en þar segir orðrétt:

„Í tillögu borgarstjóra felst að leggja fram 230 milljónir króna úr borgarsjóði í nýjan golfvöll. Það getur Samfylkingin ekki stutt á sama tíma og laun og þjónusta hefur verið skert og þrengt mjög að mikilvægri starfsemi í allri borginni.

Samningar við íþróttafélög hafa þar ekki verið undanskildir og mörg brýn verkefni sem verða að bíða. Golf er góð íþrótt sem margir hafa áhuga á en það er ekki hægt að ætlast til þess að borgarbúar, foreldrar, starfsfólk og önnur íþróttafélög sætti sig við erfiðan sparnað og áframhaldandi aðhald þegar borgarstjóri snarar fram 230 milljónum í golfvöll."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×