Erlent

Brown boðar til kosninga í maí

Óli Tynes skrifar

Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands mun í dag tilkynna að þingkosningar fari fram í landinu sjötta maí næstkomandi.

Óvissa er um stöðu stjórnmálaflokkanna þar sem skoðanakannanir eru misvísandi. Flestar benda þær til þess að Íhaldsflokkurinn hafi forskot.

Hinsvegar er það sagt vera allt frá tveim prósentum upp í tíu. Ef hvorugur flokkurinn nær meirihluta gætu Frjálslyndir lent í oddastöðu.

Einnig er sá möguleiki fyrir hendi að það verði stjórnarkreppa sem staðið gæti einhverja mánuði.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×