Innlent

Utankjörfundaatkvæðagreiðslan hafin

Hægt er að kjósa utan kjörfundar, í sveitarstjórnarkosningunum í vor, hjá Sýslumanninum í Reykjavík, frá og með deginum í dag. Skrifstofa sýslumannsins er opin frá 9 að morgni til klukkan 15:30 og frá hádegi til klukkan tvö eftir hádegið um helgar.

Sveitarstjórnarkosningarnar fara fram 29. maí.

Frá og með 10. maí verður utankjörfundaratkvæðagreiðslan haldin í Laugardalshöll. Þar verður opið frá 10 að morgni og til tíu að kvöldi alla daga nema uppstigningardag, 13. maí, og hvítasunnudag, 23. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×