Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa 6. apríl 2010 16:46 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?" Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?"
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira