Stóra golfvallarmálið: Mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa 6. apríl 2010 16:46 Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. „Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?" Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira
„Skammarlega lág fjárhagsaðstoð hefur í för með sér að fjöldi fólks leitar aðstoðar líknarfélaga," sagði Sóley Tómasdóttir, Vinstri-grænum, í umræðum um styrk til Golfklúbbs Reykjavíkur, til að stækka golfvöll félagsins. 230 milljóna króna framlag borgarinnar til klúbbins hefur nú verið rætt í Borgarstjórn ríflega klukkustund. Kostar jafn mikið og niðurskurður hjá yngstu börnunum Sóley sagði að margir samningar borgarinnar hefðu verið teknir til endurskoðunar. „Í ár á að taka 50 milljónir króna af liðnum ófyrirséð. Á sama tíma á að spara 50 milljónir á kostnað yngstu barnanna. Á sama tíma er aukið vinnuálag á fólk sem er með 180 þúsund krónur á mánuði. „Veit meirihlutinn ekki að efnahagskerfið hrundi. Veit meirihlutinn ekki að frjálshyggjan brást?" spurði Sóley. Prinsippmál Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, Sjálfstæðisflokki, kom í pontu og sagði að stærri golfvöllur yrði mikilvægt tómstundasvæði fyrir atvinnulausa. Óskar Bergsson, Framsóknarflokki, sagði að umræðan stæði um grundvallaratriði. Menn ættu að geta tekið mark á samningum sem borgin gerði. „Vissulega fóru menn mikinn á árunum 2006 og 7, það má alveg viðurkenna það. En það verður að senda þau skilaboð að það sé að marka gjörninga sem gerðir eru, enda þótt þeir hafi verið gerðir af pólitískum andstæðingum okkar," sagði Óskar Bergsson, og vísaði til þess að samningur við Golfklúbbinn hefði verið gerður í borgarstjóratíð Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Vill kartöflugarð „Hér er samningur sem var gerður fyrir hrun og nú á að efna hann. Hvað með aðra saminga sem hafa verið gerðir. Hvar er forgangsröðunin?" sagði Hermann Valsson, vinstri-grænum, sem spurði jafnframt hvort kannað hefði verið hver þörfin væri fyrir fleiri golfvelli. Heppilegra væri að nota svæðið undir kartöflurækt í núverandi efnahagsástandi, heldur en golfvöll. Gísli Marteinn Baldursson, Sjálfstæðisflokki, bætti því við í umræðunni, að mikil aðsókn væri í golf. „Vita menn ekki að golf er uppselt í borginni?"
Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Fleiri fréttir Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sjá meira