Innlent

Enn leitað að ferðalöngum

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Ferðalangarnir sem leitað er að á Suðurlandi hafa ekki fundist þrátt fyrir gríðarlega mikla leit. Um er að ræða karlmann og tvær konur sem hafa verið týnd síðan í fyrrinótt. Fólkið var í sambandi við lögregluna á Hvolsvelli aðfaranótt mánudags. Þá voru þau villt en héldu að þau væri í Fljótshlíðinni. Síðan taldi ökumaður sig hafa fundið slóða og lauk þar með samskiptunum.

Það var síðan í nótt þegar aðstandandi fólksins hafði samband við lögregluna en þá kom í ljós að ferðalangarnir höfðu ekki skilað sér.

Fólkið ók um á dökkblárri Hondu sem þau voru með að láni. Eigandi bílsins var ekki með í för.

Leit hefur staðið yfir síðan tvö í nótt. Um hádegi tók þyrla landhelgisgæslunnar þátt í leitinni. Flugmenn þyrlunnar hafa hinsvegar ekki fundið fólkið enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×