Innlent

Gert ráð fyrir 60 milljónum aukreitis

Reglugerðinni umdeildu, sem sett var í mars, var ætlað að koma í stað tveggja annarra sem þóttu ekki skila árangri.
Reglugerðinni umdeildu, sem sett var í mars, var ætlað að koma í stað tveggja annarra sem þóttu ekki skila árangri.
Gert er ráð fyrir að viðbótarkostnaður Sjúkratrygginga Íslands, vegna nýrrar reglugerðar um endurgreiðslu vegna nauðsynlegs tannréttinga- og tannlækningakostnaðar, verði 60 milljónir króna á árinu 2010. Þetta kemur fram í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins, sem lagt var fyrir ríkisstjórnarfund, og Fréttablaðið hefur undir höndum.

Þar segir að heimilt sé, með stoð í 55. grein laga um sjúkratryggingar, að ákveða frekari kostnað sjúkratrygginga í heilbrigðisþjónustu en mælt er fyrir um í lögunum. Á þeim grundvelli ákvað heilbrigðisráðherra að auka endurgreiðslu í 95 prósent af kostnaði, vegna nauðsynlegra tannlækninga og tannréttinga vegna afleiðinga meðfæddra galla, slysa og sjúkdóma. Alls er staðfest að um 80 einstaklingar falli þar undir.

Samkvæmt minnisblaðinu skiluðu tvær reglugerðir heilbrigðisráðherra um endurgreiðslu, sem tóku gildi um áramótin, ekki tilætluðum árangri. Því var nýja reglugerðin sett.

Reglugerðin hefur verið í fregnum vegna fyrirhugaðrar áminningar ráðherra til forstjóra Sjúkratrygginga.- kóp




Fleiri fréttir

Sjá meira


×