Innlent

Þriggja leitað í Fljótshlíð

Gissur Sigurðsson skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Lögreglan á Hvolsvelli og björguarsveitarmenn á fjórum jeppum hófu í nótt leit að tveimur konum og einum karlmanni, sem fóru í fyrradag austur í Fljótshlíð á bláum Honda jepplingi með einkanúmerinu R 532.

Fólkið ætlaði að skoða gosið úr Fljótshlíðinni. Þegar aðstandendur fólksins höfðu ekki heyrt frá því í gærkvöldi lét það lögreglu vita.

Hún hefur ásamt bjögunarsveitarmönnum leitað inn af Þórólfsfelli, en ekkert hefur fundist. Lögregla biður þá, sem kynnu að hafa séð til ferða fólksins að láta sig vita.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×