Innlent

Vilja fund vegna áminningar

Guðlaugur Þór Þórðarson.
Guðlaugur Þór Þórðarson.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi heilbrigðisráðherra, hefur farið fram á fund í heilbrigðisnefnd.

Ástæðan er ætlun Álfheiðar Ingudóttur, heilbrigðisráðherra, að áminna forstjóra Sjúkratryggingastofnunar og Vísir hefur áður greint frá.

Í tilkynningu frá Guðlaugi Þór og Ragnheiði Ríkharðsdóttur segir að þau fari fram á að auk ráðherra verði ráðuneytisstjóri, forstöðumaður lögfræðisviðs heilbrigðisráðuneytisins, lögfræðingur í heilbrigðisráðuneytinu, ríkisendurskoðandi, stjórnarformaður Sjúkratryggingastofnunar og forstjóri kallaðir fyrir nefndina.


Tengdar fréttir

Ráðherra áminnir forstjóra Sjúkratrygginga

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að áminna Steingrím Ara Arason forstjóra Sjúkratrygginga Íslands fyrir brot á almennum starfsskyldum ríkisstarfsmanna samkvæmt lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisisins. Forsaga málsins er sú að Steingrímur leitaði til ríkisendurskoðanda í kjölfar þess að ráðherra setti reglugerð um þáttöku sjúkratrygginga í tannlækninga- og tannréttingakostnaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×