Innlent

Enn ekkert heyrst af ferðalöngum - eigandi bílsins vonar það besta

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.

Umfangsmikil leit lögreglunnar á Hvolsvelli, björgunarsveita og landhelgisgæslunnar að þremur ferðalöngum hefur ekki borið árangur. Fólkið villtist í fyrrinótt og var þá í sambandi við lögregluna á Hvolsvelli.

Ökumaðurinn taldi sig hafa fundið slóða og lauk þar með samskiptum við lögregluna. Það var ekki fyrr en í nótt sem aðstandendur höfðu samband við lögregluna og kom þá í ljós að fólkið væri enn týnt.

Þremenningarnir, karlmaður og tvær konur, eru á dökkblárri Hondu CVR. Eigandi bílsins lánaði fólkinu bílinn en þegar Vísir hafði samband við hann vildi hann ekkert tjá sig um málið. Hann vonaði aðeins að fólkið hefði komið sér í var.

Þyrla landhelgisgæslunnar lenti fyrir stundu til þess að taka eldsneyti. Hún fer svo aftur á loft um leið og færi gefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×