Innlent

Ofurölvaður maður ruddist hálfnakinn inn í íbúðarhús

Lögreglan á Selfossi.
Lögreglan á Selfossi.

Að morgni miðvikudags í síðustu viku barst tilkynning til lögreglunnar á Selfossi um ölvaðan mann sem hafði ruðst hálfnakinn inn í íbúðarhús í bænum.

Maðurinn, sem var ofurölvi, var handtekinn og færður í fangageymslu þar sem víman rann af honum.

Maðurinn hafði verið svo ölvaður að hann mundi ekki hvað hann hafði gert og hafði því enga hugmynd um ferðir sínar eða tilgang.

Tilkynnt var um þrjár líkamsárárásir um páskahelgina á Selfossi. Tvær þeirra áttu sér stað á skemmtistaðnum 800 bar á Selfossi og sú þriðja í heimahúsi. Málin eru öll til meðferðar hjá rannsóknardeild lögreglunnar.

Þá kærði tryggingafélag tvo menn fyrir meint tryggingasvik með því að sviðsetja árekstur og reyna að hafa bætur fyrir frá tryggingafélaginu. Sakborningar hafa verið yfirheyrðir en niðurstaða er ekki fengin en rannsókn mun ljúka fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×