Erlent

Frændi sefur

Óli Tynes skrifar

Tvær konur voru handteknar á flugvellinum í Liverpool um páskana þegar þær reyndu að smygla líki ættingja síns í hjólastól um borð í vél til Berlínar.

Konurnar eru þýskar en búsettar í Bretlandi. Líkið var með sólgleraugu og þær fóru með það í leigubíl út á John Lennon flugvöll. Leigubílstjórann mun ekki hafa grunað neitt misjafnt.

Afgreiðslufólki á flugvellinum fannst hinsvegar eitthvað undarlegt við manninn og það endaði með því að komst upp um konurnar.

Ekki er talið ólíklegt að þeim hafi óað við kostnaðinum sem fylgir því að flytja lík í kistu með hefðbundnum hætti með flugvél.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×