Innlent

Fellið fær nafn innan skamms

Karen Kjartansdóttir skrifar
Mynd/ anton
Mynd/ anton
Fellið sem myndast hefur við gosið á Fimmvörðuhálsi fær nafn innan skamms. Gríðarlega mikill áhugi hefur verið meðal almennings á nýju örnefni og hefur menntamálaráðherra ákveðið að starfshópur á vegum þriggja opinberra aðila sjái um að finna nýja kennileitinu nafn.

Menntamálaráðherra hefur nú staðfest að hópur á vegum Landmælinga Íslands, Stofnunar Árna Magnússonar og Örnefnanefndar, ákveði í sameiningu nafn nýrrar eldstöðvar.

Þóra Björk Hjartardóttir, formaður Örnefnanefndar, telur að að nafnasamkeppnir svo sem þær sem efnt hefur verið til hjá útvarpsstöðvum geti nýst en komi ekki til með ráða úrslitum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×