Innlent

Fáfnismenn vilja alls fjórar milljónir frá íslenska ríkinu

Nýtt húsnæði Fáfnismanna í Hafnarfirði.
Nýtt húsnæði Fáfnismanna í Hafnarfirði.

Sjö einstaklingar, sem tilheyrðu vélhjólaklúbbnum Fáfni, en hann heitir núna MC Iceland og eru svokallaðir Hells Angels Prospeckt, vilja alls 4,2 milljónir fyrir meintar ólögmætar handtökur. Málin voru tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en aðalmeðferð hefur verið ákveðin 26. september. Vegna anna hjá héraðsdómi var ekki hægt að rétta í málunum fyrr.

Atvikið átti sér stað í lok júlí árið 2007. Þá ruddist sérsveit ríkislögreglustjóra inn í húsnæði vélhjólaklúbbsins í miðborg Reykjavíkur. Tíu menn voru handteknir og þar af voru tveir þeirra hnepptir í gæsluvarðhald en úrskurðar í öðru málinu er að vænta bráðlega.

Hver og einn Fáfnismaður krefst 600 þúsund króna af íslenska ríkinu en meðal þeirra er síbrotamaðurinn Jón Trausti Lúthersson sem hefur margsinnis komist í kast við lögin, meðal annars vegna ofbeldis.

Einn meðlimur Fáfnis hefur þegar sigrað dómsmál vegna ólögmætrar handtöku og fékk þá 150 þúsund krónur í bætur. Því þykir líklegt að félagar hans sigri einnig í héraðsdómi.

Vélhjólaklúbburinn Fáfnir hefur komist allnokkrum sinnum í fréttirnar eftir að þeir sóttu um inngöngu inn í Hells Angels. Dómsmálaráðherrann, Ragnar Árnadóttir, hefur meðal annars látið hafa eftir sér að hún vilji banna klúbbinn hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×