Innlent

Helmingur ungra kvenna á landsbyggðinni yfir kjörþyngd

Karen Kjartansdóttir skrifar
Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur stóð að rannsókninni.
Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur stóð að rannsókninni.
Helmingur ungra kvenna á landsbyggðinni er yfir kjörþyngd. Fimmta hver þeirra glímir við offitu. Þetta leiðir ný rannsókn í ljós sem fjallað er um í nýjasta hefti Læknablaðsins.

13 prósent kvenna af höfuðborgarsvæðinu flokkuðust með offitu en þá er fólk komið í þyngd sem er farin að ógna heilsu fólks verulega. En 21 prósent kvenna eða nær fimmta hver kona af landsbyggðinni glímir við offitu.

23 prósent kvenna í bænum var ofþungur en um 39 prósent kvenna utan höfuðborgarmarkanna.

Þá kom í ljós að meðal kvenna sem reyktu var offita algengust,

Laufey Steingrímsdóttir, næringarfræðingur sem stóð að rannsókninni, segir) tengsl reykinga og offitu ganga þvert á ýmsar fyrri niðurstöður. Þær sýni að það að reykja til að hafa hemil á holdafarinu er ekki aðeins ein óskynsamlegasta aðferð sem hugsast getur -- það virki alls ekki.

Hún segist ekki kunna skýringar á þeim mikla mun sem er á holdafari kvenna á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni en nefnir að svo virðist sem barneignir virðist ekki tengjast offitu.

Niðurstöðurnar valdi sér áhyggjum. Þar sem illt sé til þess að vita að svo mikill munur sé á heilsufari kvenna á landinu eftir því hvar þær eru búsettar.

Þá má nefna að í rannsókninni er tekið fram að það er vel þekkt að konu vandmeta gjarnan þyngd sína, því gæti verið að hlutfall offeitra kvenna sé hærra en fram kemur í rannsókninni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×