Erlent

Skuggalegt netnjósnaforrit frá Norður-Kóreu opinberað

Kim Jong Il vill vita hvað þegnarnir skoða á netinu.
Kim Jong Il vill vita hvað þegnarnir skoða á netinu.

Rússneskur nemi í Norður-Kóreu hefur gert netnjósnaforrit opinbert en það er kallað Rauða stjarnan í breskum fjölmiðlum.

Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins af málinu segir að neminn hafi keypt forritið út á götu í höfuðborg Norður-Kóreu, Pyongyang, fyrir um fimm dollara.

Hann birti síðan myndir af forritinu á bloggsíðu en hann gengur aðeins undir nafninu Mikhail.

Kerfið virðist vera hannað til þess að fylgjast með og ritskoða netnotkun landsmanna. Aftur á móti hafa afar fáir íbúar Norður-Kóreu aðgang að tölvum.

Svo virðist sem Norður-Kóreumenn séu með tæknina á hreinu því grunur leikur á að þar sé til nokkurskonar tölvuhersveit sem ræðst á heimasíður óvina ríkja sinna. Meðal annars er sveit á vegum Norður-Kóreu grunuð um að hafa ráðist á heimasíður í Suður-Kóreu og Bandaríkjunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×