Innlent

Landhelgisgæslan leitar ferðalanga

Þyrla Landhelgisgæslunnar er farin suður á land til þess að leita að þremur einstaklingum sem hafa verið týndir síðan í fyrrinótt.

Um er að ræða einn karlmann fæddan 1955 og tvær konur sem eru fæddar 1967 og 1977. Þau aka um á dökkblárri Hondu CRV ágerð 1999 með einkanúmerið R 532.

Ökumaður bílsins var í sambandi við lögregluna á Hvolsvelli í gærnótt en þá taldi hann sig vera inn í Fljótshlíðinni.

Hann sagði svo lögreglunni að hann hefði fundið slóða og lauk því samskiptum við lögregluna snemma í gærmorgun.

Það var svo um klukkan tvö í nótt sem ættingjar fólksins fóru að grennslast fyrir um það sem í ljós kom að þau voru enn þá týnd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×