Fleiri fréttir

Fimm sinnum meiri olía lekur

Bandaríska strandgæslan segir að olíulekinn á Mexíkóflóa sé fimm sinnum meiri en talið var í fyrstu. Hingað til hefur verið talið að um 160 þúsund lítrar af olíu hafi lekið í hafið á degi hverjum en hið rétta er að um rúmlega 750 lítrar af olíu koma úr borholunni.

Mótmælendur handteknir í Bangkok

Tugir mótmælenda hafa verið handteknir í Bangkok, höfuðborg Tælands, eftir að hörð átök brutust út í gær milli hermanna og mótmælenda sem kalla sig rauðu skyrturnar. Hermaður lést í átökunum og á þriðja tug særðust. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur.

Ökumaður bifhjóls fluttur á sjúkrahús

Ökumaður bifhjóls slasaðist en þó ekki alvarlega þegar bíl var ekið í veg fyrir hann á mótum Kársnesbrautar og Norðurvarar í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann kenndi eymsla í mjöðm og baki, en ökumann bílsins sakaði ekki.

Neyðarblys sást á lofti

Rautt neyðarblys sást á lofti að því er virtist yfir Sundunum norðvestur af Reykjavík um miðnætti. Við nánari athugun Landhelgisgæslu, Tilkynningaskyldu og lögreglu kom í ljós að blysinu hefur verið skotið á loft af landi, einhversstaðar í grennd við Reykjavíkurhöfn. Gerandinn fannst ekki en þung viðurlög liggja við því að skjóta upp neyðarblysum að tilefnislausu.

Samfylkingin bíður afhroð í Hafnarfirði

Samfylkingin missir meirihluta sinn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar í komandi sveitarstjórnarkosningum, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem gerð var í gærkvöldi.

Þóra Kristín dregur sig í hlé

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur dregið sig í hlé og sækist ekki eftir endurkjöri á á aðalfundi í kvöld. Hjálmar Jónsson, framkvæmdastjóri félagsins, er því einn í kjöri. Hann bauð sig fram gegn Þóru Kristínu eftir harðar deilur hennar við Hjálmar um verkaskiptingu formanns, stjórnar og framkvæmdastjóra. Ágreiningur var einnig innan stjórnar félagsins um þau mál og fylgdi minnihluti stjórnar Hjálmari að málum.

Meðferð lánamála flýtt í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur ákveðið að flýta meðferð tveggja mála er varða lögmæti myntkörfulána. Komist Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að lánin séu ólögleg, eins og Héraðsdómur Reykjavíkur komst að í öðru málanna, þýðir það ekki að hagur allra neytenda vænkist eða að allri óvissu um lánin sé þar með eytt.

Hótaði nauðgunum

Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki.

Hækka framlög til flokkanna

Hámarksframlög til stjórnmálaflokka hækka um þriðjung, verði fyrirliggjandi frumvarp formanna stærstu flokkanna samþykkt.

Íslendingar virða ekki lög og reglur

„Ég held að hér sé landlægt virðingarleysi gangvart lögum og reglum,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda að siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Kjörstjórn taldi prófkjörsslag hóflegan

Kjörstjórn Samfylkingar í Reykjavík taldi ekki að frambjóðendur hefðu verið óhóflegir í prófkjörsbaráttunni árið 2006, í prófkjöri fyrir alþingiskosningar 2007. Prófkjörsreglur hefðu ekki verið brotnar.

Plægja þarf hundrað hektara túns

Tæpir sextíu hektarar túns á Önundarhorni, sem lentu undir aurflóðinu af völdum gossins í Eyjafjallajökli á dögunum, eru ónýtir. Plægja þarf þá upp aftur, að sögn Sigurðar Þórs Þórhallssonar bónda á jörðinni. Hinn hluti túnsins, á fimmta tug hektara, liggur undir ösku. Sigurður telur að þann hluta þurfi einnig að plægja og sá í til að losna við öskuryk sem ella myndi þyrlast upp og setjast í heyið í sumar. Hann telur að einhver heyfengur fáist af túnunum, en ljóst sé að hann verði að kaupa hey til viðbótar.

Missti tíu milljóna réttindi fyrir mistök

Björn Hafþór Guðmundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi, nýtur allt að tíu milljóna króna minni lífeyrisréttinda en lagt var upp með þegar hann var ráðinn til sveitarfélagsins fyrir átta árum.

Hvetur Grikki til bjartsýni

„Kreppa er tækifæri,“ sagði George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, og reynir að hvetja til bjartsýni þrátt fyrir verðfall á hlutabréfamörkuðum og vantrú matsfyrirtækisins Standard & Poor‘s á fjárhagsstöðu gríska ríkisins.

Vill lækka skatta á neyslugranna bíla

Kristján L. Möller samgönguráðherra vill breyta skattlagningu eignarhalds og notkunar neyslugrannra bíla svo þeir verði fýsilegri kostur en nú er.

Herinn skaut á mótmælendur

Taíland, AP Til átaka kom milli hers og mótmælenda rétt fyrir utan Bangkok í gær. Herinn skaut bæði gúmmíkúlum og venjulegum byssukúlum á mótmælendur. Að minnsta kosti átján manns særðust og einn hermaður lést, varð að því er virðist fyrir skoti úr byssu félaga síns.

Smíða 1100 hestafla bíl

„Þetta er tæki með 1100 hestafla vél – alvöru kvartmílubíll,“ segir Rúdólf Jóhannsson, sem hefur ásamt syni sínum smíðað kvartmílubíl frá grunni.

Leiðtogar Evrópu hittast á neyðarfundi vegna Grikklands

Í ljósi þess að Grikkland rambar á barmi gjaldþrots ákváðu leiðtogar þeirra sextán ríkja sem notast við evruna í dag að boða til neyðarfundar. Á fundinum ætla menn að reyna að koma í veg fyrir að vandræði Grikkja smiti út frá sér en krísan sem nú er uppi er sú versta sem evran hefur gengið í gegnum á ellefu ára ferli sínum.

Gildi: Krafan um að stjórnin víki kolfelld

Ársfundi Gildi lífeyrissjóðs lauk á tíunda tímanum í kvöld. Þar var borin upp krafa þess efnis að stjórn og stjónendur sjóðsins víki en fundurinn kolfelldi tillöguna. Fullt var út úr dyrum og mikill hiti í fundargestum.

Kannabisræktun í Breiðholti og Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrrakvöld kannabisræktun í Breiðholti og í Kópavogi. Á hvorum stað fyrir sig var einn maður handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Mótorhjól og fólksbíll skullu saman í Kópavogi

Ökumaður mótorhjóls var fluttur á slysadeild í kvöld eftir að hjólið lenti í árekstri við fólksbíl á gatnamótum Kársnesbrautar og Norðurvarar. Slysið varð um klukkan tuttugu mínútur yfir níu. Óljóst er um meiðsl mótorhjólamannsins en að sögn vegfaranda leit ekki út fyrir að hann hefði slasast alvarlega.

Bart finnur til með Southpark höfundum

Höfundar Simpsons þáttanna hafa nú sýnt höfundum Southpark teiknimyndaþáttanna samhug í verki með því að víkja að þeim vandræðum sem þeir síðarnefndu eru nú í. Höfundar Southpark, þeir Trey Parker og Matt Stone hafa fengið líflátshótanir frá öfgasinnuðum múslímum eftir að Múhameð spámanni brá fyrir í einum þættinum íklæddur bjarnarbúningi.

Fjórir létust í göngum á Gaza

Fjórir Palestínumenn létust í dag þegar þeir voru að fara í gegnum göng sem grafin höfðu verið frá Gazasvæðinu og til Egyptalands. Óljósar fregnir eru af atvikinu en sumir segja að göngin hafi fallið saman eftir sprengingu við gangnaopið Egyptalandsmegin.

Víkingalottó: Enginn með allar tölur réttar

Enginn var með allar tölur réttar í Víkingalottói kvöldsins. Einn Íslendingur datt þó í lukkupottinn þegar hann var með allar tölur réttar í Jókernum svokallaða. Sá keypti miðann sinn í Bitahöllinni á Stórhöfða og fær hann tvær milljónir króna í sinn hlut. Þá var einn með fjórar tölur réttar og fær að launum hundrað þúsund krónur.

Þekking ekki með Símagögn undir höndum

Framkvæmdastjóri upplýsingatæknifyrirtækisins Þekkingar hf. vísar því alfarið á bug að hafa undir höndum viðkvæm gögn í eigu Símans. Forsvarsmenn Símans segja fyrirtækið keppinaut þeirra og fullyrða að starfsmenn þess hafi haldlagt og afritað gögn í húsleit sem þar fór fram um daginn.

Strauss-Kahn: Hver dagur skiptir máli

Framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins segir að hver dagur sem vandi Grikklands sé óleystur auki hættuna á að vandinn breiðist út.

Enn engin merki um goslok

Kvikustreymi og gosmökkur í Eyjafjallajökli hefur verið með svipuðum hætti og undanfarna sólarhringa og hraun heldur áfram að renna til norðurs í upptökum Gígjökuls. Af gufu sem leggur upp af Gígjökli má ráða að hraunið sé komið í hallann til norðurs. Ekki sjást merki um að gosi sé að ljúka að mati Veðurstofunnar en gosórói hefur verið svipaður og undanfarna daga.

Gildi lífeyrissjóður: Fullt út úr dyrum á ársfundi

Ársfundur Gildi lífeyrissjóðs hófst klukkan fimm í dag og er fullt út úr dyrum á fundinum. Þar verður lögð fram krafa um að stjórn og framkvæmdastjórn sjóðsins víki vegna tug milljarða taps sem sjóðurinn varð fyrir vegna bankahrunsins.

Talibaninn og Gyðingarnir

Öryggisráðgjafi Baracks Obama Bandaríkjaforseta hefur beðið Gyðinga afsökunar á brandara sem hann sagði í ræðu sem hann flutti í Washington Instutute for Near East Policy.

Stakk 15 börn með hnífi

Maður vopnaður hnífi réðst inn í leikskóla í Kína í dag og stakk fimmtán börn og einn kennara.

Menntaráð tekur mið af tillögum reykvískra ungmenna

Á fundi menntaráðs í dag kynntu fulltrúar í Ungmennaráði Breiðholts tillögur um gæði kennslu í grunnskólum og betri menntun í lífsleikni. Æskufólk í Breiðholti vill að kennsla í grunnskólum verði samræmd og námskrár þrengdar með það að sjónarmiði að allir nemendur hafi jafna grunnþekkingu þegar komið er á menntaskólastig.

330 starfsmenn CCP strandaglópar á Íslandi

„Ætli við kíkjum ekki bara á rokksafnið til þess að drepa tímann,“ segir Oddur Snær Magnússon, forritari hjá CCP en hann er einn af 330 starfsmönnum fyrirtækisins sem bíður í Keflavík eftir því að millilandaflug á Keflavíkurflugvelli hefjist á ný.

Þingmaður tók sér barnabrúður

Mannréttindasamtök í Nígeríu hafa mótmælt því að fimmtugur þingmaður þar í landi hefur kvænst þrettán ára gamalli egypskri telpu.

Allt flug liggur niðri hjá Flugfélaginu Erni

Ekki hefur verið hægt að fljúga á áfangastaði Flugfélagsins Ernis í dag sökum öskudreifingar spár. Öllu flugi hefur verið aflýst í dag og athugað verður með flug að nýju í fyrramálið og því allt flug á áætlun á morgun eins og staðan er í dag.

Er þetta innan úr Örkinni hans Nóa?

Fornleifafræðingar í leiðangri evangelista frá Kína og Tyrklandi telja sig hafa fundið flakið af Örkinni hans Nóa í tólfþúsund feta hæð á fjallinu Ararat.

Sjá næstu 50 fréttir