Innlent

Kannabisræktun í Breiðholti og Kópavogi

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði í fyrrakvöld kannabisræktun í Breiðholti og í Kópavogi. Á hvorum stað fyrir sig var einn maður handtekinn í þágu rannsóknarinnar.

Í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti fundust 200 kannabisplöntur. Karl á þrítugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar og viðurkenndi hann aðild sína að málinu. Í Kópavogi var hinsvegar um að ræða 20 plöntur á lokastigi ræktunar sem lögreglan fann í í íbúð í fjölbýlishúsi.

Einnig var lagt hald á nokkra gróðurhúsalampa. Karl á fimmtugsaldri var handtekinn í þágu rannsóknarinnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×