Innlent

Hækka framlög til flokkanna

Hámarksrefsing vegna laga um fjármál stjórnmálasamtaka hefur verið lækkuð úr sex ára fangelsi og niður í tvö. Gömlu lögin þóttu þó ekki nógu vel samin til að í raun væri hægt að refsa fyrir þau, miðað við upplýsingar úr forsætisráðuneyti. 
Fréttablaðið/pjetur
Hámarksrefsing vegna laga um fjármál stjórnmálasamtaka hefur verið lækkuð úr sex ára fangelsi og niður í tvö. Gömlu lögin þóttu þó ekki nógu vel samin til að í raun væri hægt að refsa fyrir þau, miðað við upplýsingar úr forsætisráðuneyti. Fréttablaðið/pjetur

Hámarksframlög til stjórnmálaflokka hækka um þriðjung, verði fyrirliggjandi frumvarp formanna stærstu flokkanna samþykkt.

Gömlu lögin, frá 2007, kveða á um að flokkarnir megi ekki taka við hærri framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum en sem nemur 300.000 krónum. Formennirnir vilja nú hækka þessa tölu svo hún haldi í við verðlagshækkanir.

Það er þriðjungshækkun, eða í 400.000 krónur.

Þá verður frambjóðendum hér eftir gert að skila uppgjöri þremur mánuðum eftir kosningar í stað sex og nýstofnuð framboð mega þiggja tvöfalt hærri styrki en eldri flokkar, eða 800.000 frá hverjum og einum.

Áður áttu brot gegn lögunum að geta kostað sex ára fangelsi en nú er tiltekið að refsing fyrir að taka á móti of háum framlögum laganna sé tveggja ára dómur. Refsing fyrir að skila Ríkisendurskoðun ekki upplýsingum eða röngum er í formi sektargreiðslu. Samkvæmt upplýsingum úr forsætisráðuneyti er það samkvæmt áliti refsiréttarnefndar að lækka refsinguna, svo hún rími betur við alvarleika brotanna.

Blaðið greindi frá því í gær að nú yrði forsetaembættið sett undir lögin, og þak nafnleyndar styrktaraðila yrði lækkað í 200.000 krónur, samkvæmt tilmælum GRECO.- kóþ




Fleiri fréttir

Sjá meira


×