Innlent

Íslendingar virða ekki lög og reglur

Salvör Nordal, íklædd rauðum jakka, segir hættulegt að beita fyrir sig þröngri lagahyggju. Fremur verði að beita fyrir sig anda laganna.
Salvör Nordal, íklædd rauðum jakka, segir hættulegt að beita fyrir sig þröngri lagahyggju. Fremur verði að beita fyrir sig anda laganna.

„Ég held að hér sé landlægt virðingarleysi gangvart lögum og reglum,“ segir Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands og einn höfunda að siðfræðihluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um bankahrunið.

Salvör hélt tvö erindi í fyrradag tengd bankahruninu, eitt á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga og annað í hádeginu í Háskóla Íslands.

Salvör kom inn á sama efni í báðum erindum, tilhneigingu stjórnenda bankanna til að teygja sig eins langt að mörkum hins leyfilega fyrir bankahrunið.

Þá sagði Salvör stjórnendur bankanna, stjórnvöld og eftirlitsstofnanir hafa brugðist í aðdraganda bankahrunsins þar sem þau hafi réttlætt gjörðir sínar með tilvísun í lagabókstafi. Hún tók sem dæmi að þegar hollensk stjórnvöld hefðu krafist þess að Landsbankinn seldi eignir nokkru fyrir hrun bankans hefði forstjóri Fjármálaeftirlitsins brugðist illa við, vísað í lagabókstafinn og til styrks bankans í síðasta uppgjöri hans.

„Þröng lagahyggja er andstæð því grundvallarviðhorfi, sem siðareglur hvíla á,“ sagði Salvör og benti á hættuna á að slíkt gæti sljóvgað siðferðilega dómgreind.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×