Innlent

Ökumaður bifhjóls fluttur á sjúkrahús

Mynd/Egill Aðalsteinsson
Mynd/Egill Aðalsteinsson
Ökumaður bifhjóls slasaðist en þó ekki alvarlega þegar bíl var ekið í veg fyrir hann á mótum Kársnesbrautar og Norðurvarar í Kópavogi á tíunda tímanum í gærkvöldi. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild þar sem hann kenndi eymsla í mjöðm og baki, en ökumann bílsins sakaði ekki.

Samkvæmt tölfræði Umferðarstofu hefur dregið verulega úr vélhjólaslysum það sem af er árinu samanborið við sama tíma í fyrra, eða um tæp 17 prósent. Þá segir lögreglan að mun minna beri nú á hraðakstri bifhjólamanna en undanfarin ár.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×