Innlent

Fundu snák, kakkalakka og kannabis

Snákurinn er hinn myndarlegasti eins og sjá má á þessari mynd sem lögreglan sendi frá sér.
Snákurinn er hinn myndarlegasti eins og sjá má á þessari mynd sem lögreglan sendi frá sér.

Snákur, mýs og kakkalakkar var á meðal þess sem lögreglan haldlagði við húsleit á höfuðborgarsvæðinu.

„Í umræddu húsi var einnig að finna lifrur og bjöllur sem lögreglan kann ekki að nefna. Dýrin voru flutt að Keldum þar sem gerðar voru viðeigandi ráðstafanir," segir í tilkynningu frá lögreglunni. Í húsinu fundust jafnframt rúmlega 150 grömm af marijúana og var karl um þrítugt handtekinn í þágu rannsóknarinnar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×