Hótaði nauðgunum 29. apríl 2010 05:30 Catalina Mikue Ncogo bíður nú dóms. Hún er meðal annars sökuð um mansal, hagnýtingu vændissölu, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og hótanir. Fréttablaðið/Vilhelm Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira
Catalina Mikue Ncogo, sem nú bíður dóms, ákærð fyrir hagnýtingu vændis, mansal, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung, hótaði konum sem hún seldi í vændi meðal annars því að láta glæpamenn nauðga þeim, hlýddu þær henni ekki. Þetta kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjaness um þau sakarefni sem Catalina skuli ákærð fyrir. Ein þeirra kvenna sem Catalina er ákærð fyrir að hafa beitt mansali, harðræði og hótunum hefur lýst hvernig Catalina kúgaði hana til vændis sem sú síðarnefnda hafði framfærslu og viðurværi af. Það gerði hún með því að „hóta henni lífláti og líkamsmeiðingum, sparka og slá í líkama hennar, svipta hana frelsi sínu og koma í veg fyrir samskipti hennar við aðra en viðskiptavini vændisstarfseminnar, meðal annars með því að læsa hana inni í herbergi, meina henni að yfirgefa íbúðina og banna henni að borða, sofa og nota salerni nema með leyfi ákærðu“. Í greinargerðinni segir enn fremur að Catalina hafi tekið af konunni vegabréf og peninga. Þá hafi hún beitt hana blekkingum er hún sagði henni að hún væri valdamikil hér á landi og hefði mikil áhrif innan löggæslustofnana og glæpaheimsins á Íslandi og gæti því látið glæpamenn nauðga henni hlýddi hún sér ekki. Þetta gerði hún í skjóli þess að konan þekkti ekkert til hér á landi. Í greinargerðinni segir að hún hafi hótað fleiri fórnarlömbum vændissölunnar með sama hætti. Í greinargerðinni segir að Catalina hafi haldið ofangreindri konu nauðugri í íbúð sinni svo vikum skipti. Þegar konan komst loks út og mætti með lögreglu til að sækja vegabréf sitt, sló Catalina hana í höfuðið. Annað fórnarlamb hárreytti hún og sló hún með rafmagnssnúru í andlitið. Hún er ákærð fyrir líkamsárás og fyrir að hafa hrækt í andlit lögreglumanns. jss@frettabladid.is
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Erlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Erlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Leita að manneskju við Sjáland Innlent Fleiri fréttir Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Sjá meira