Fleiri fréttir Flugráðsfólki haldin jólaveisla í Perlunni „Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. 22.12.2009 03:00 Fimm menn handteknir Fimm menn voru handteknir seint á sunnudagskvöld fyrir stuld á járnskiltinu alræmda, sem var yfir hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Póllandi. 22.12.2009 03:00 Samþykki nú nánast öruggt Demókratar í öldungadeild Bandaríkjanna telja nú nánast öruggt að frumvarp um nýja skipan heilbrigðistrygginga verði samþykkt í deildinni fyrir jól. 22.12.2009 02:30 Útskrifaðar fyrir afmælisdag Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástralíu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum. 22.12.2009 02:00 Æsilegt áhlaup á Kristjaníu Jökull Gíslason lögreglumaður var í níu vikna skiptidvöl hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar kynntist hann gengjastríðum, starfsemi Vítisengla, gagnsemi lögregluhunda, mansalsmálum og fleiru. Hann tók meðal annars þátt í áhlaupi á Kristjaníu með dönsku óreirðalögreglunni, sem hann segir frá hér. 22.12.2009 02:00 Hafró fann lítið af loðnu Árlegri loðnumælingu Hafrannsóknastofnunar að haustlagi er lokið og niðurstöður gefa ekki tilefni til þess að leggja til loðnukvóta á komandi vetrarvertíð. Lítið mældist af fullorðinni loðnu sem og ungloðnu. 22.12.2009 01:00 Beinn kostnaður við Kastljósið 130 milljónir Beinn kostnaður Ríkisútvarpsins við sjónvarpsþáttinn Kastljós nemur 130 milljónum króna á ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns um kostnað við einstaka þætti hjá RÚV. Silfur Egils kostar 14 milljónir og Kiljan 22. 21.12.2009 23:36 Verktakakostnaður stóreykst hjá utanríkisráðuneytinu Kostnaður við verktaka hjá utanríkisráðuneytinu hefur aukist um rúma 40 milljónir það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, alþingismanns. Í svari ráðherrans kemur einnig fram að kostnaðaraukninguna megi nær alla rekja til EXPO 2010, heimssýningarinnar í Sjanghæ, sem Íslendingar taka þátt í. 21.12.2009 22:42 Sinueldur í Reynisfjalli Slökkvilið Mýrdalshrepps í Vík var kallað út í kvöld vegna elds austan í Reynisfjalli. Eldurinn var í sinu við eina staurastæðu raflínunnar sem þar er. 21.12.2009 23:49 Bráðabirgðaáhættumat IFS kynnt fjárlaganefnd Á fundi fjárlaganefndar í kvöld var farið yfir bráðbirgðaráhættumat frá IFS Greiningu á Icesave samningnum. Að sögn Guðbjarts Hannessonar formanns nefndarinnar hafði verið óskað eftir því að slíkt mat yrði unnið og féllst meirihlutinn á það en þó með þeim formerkjum að það myndi ekki tefja afgreiðslu málsins. Endanleg skýrsla IFS Greiningar kemur á Þorláksmessu en að sögn Guðbjarts er þó enn möguleiki á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á morgun. 21.12.2009 21:34 Breskri leiðtogar í fyrsta sinn í sjónvarpskappræður Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands munu mætast í kappræðum í sjónvarpi fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru einhverntíma á næsta ári, líklegast í maí. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem þessi háttur er hafður á. Gordon Brown, Verkamannaflokki, David Cameron, Íhaldsflokki og Nick Clegg fyrir Frjálslynda demókrata munu mætast í kappræðum á sjónvarpsstöðvunum ITV, Sky og BBC. Kappræðurnar verða haldnar fyrir framan áhorfendur í sjónvarpsal og verður hver þáttur um 90 mínútna langur. 21.12.2009 21:30 Múlagöng lokuð í nótt Múlagöng verða lokuð í kvöld frá miðnætti og fram til kl 02:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er varað við hálkublettum og éljagangi á Norðurlandi eru hálkublettir og er éljagangur á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er svo á Öxnadalsheiði en snjóþekja ásamt éljagangi á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. 21.12.2009 21:15 15 fengu ríkisborgararétt Alþingi samþykkti í dag að veita 15 einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt. Fólkið er hvaðanæva að úr heiminum og á öllum aldri. Þrír eru fæddir hér á landi. Á meðal annara landa sem fólkið kemur upphaflega frá má nefna Taíland, Venesúela, Bandaríkin og Úkraínu. 21.12.2009 20:33 Tugþúsundir flýja eldfjall Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Fillipseyjum en vísindamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en 9000 fjölskyldur, eða tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfilegri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau. 21.12.2009 20:14 Mál gegn Polanski ekki látið niður falla Áfrýjunardómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að mál gegn honum verði látið niður falla. Polanski var árið 1977 ákærður og dæmdur fyrir barnaníð í ríkinu. Hann flúði til Evrópu og hefur aldrei snúið aftur á bandaríska grund. 21.12.2009 19:45 Friðarverðlaunahafi fyrirskipar mannskæðar loftárásir Barack Obama, Bandaríkjaforseti gaf sjálfur skipun um það fyrir helgi, að tvær sprengjuárásir yrðu gerðar í Yemen. 21.12.2009 19:23 Jólabjórinn búinn Jólabjór er nær uppseldur á landinu en um fimmtíu prósent meira hefur selst af slíkum bjór fyrir þessi jól en áður. Sérstakur jólabjór brugghúsanna hefur rokið út í desember og er nú nær ófáanlegur í vínbúðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að gert sé ráð fyrir því að almenn sala á áfengi í Vínbúðunum dragist örlítið saman í desember miðað við sama tíma í fyrra. Aukin sala á jólabjór er því nokkuð á skjön við það. 21.12.2009 19:19 Metaðsókn í mataraðstoð Aldrei hafa fleiri sótt um mataraðstoð fyrir jólin en búist er við að um tíu þúsund manns fái slíka aðstoð nú. Dæmi er um að fólk á tíræðisaldri hafi óskað eftir aðstoð. 21.12.2009 19:06 Vill ekki hafa börnin í heimavist á Hornafirði Húsmóðir á Svínafelli í Öræfum vill að látið verði reyna á lög sem heimila alþingismönnum, einum þegna, að eiga lögheimili á öðrum stað en makinn. Sjálf halda þau hjónin tvö heimili til að börn þeirra þurfi ekki að vera ein og umönnunarlaus á heimavist í grunnskóla fjarri heimaslóðum. 21.12.2009 19:00 Nýja skattkerfið kallar á meiri árvekni skattgreiðenda Þeir sem ekki hirða um að tilkynna skattayfirvöldum í janúar ár hvert hvaða skatthlutfall þeir eiga að greiða fá 2,5 prósenta álag ofan staðgreiðslu skatta. Þriggja þrepa skattkerfið sem varð að lögum í dag kallar á mun meiri árverkni hjá skattgreiðendum sem bera ábyrgð á því að þeir séu rétt skattlagðir. 21.12.2009 18:55 Ódæði í Reykjanesbæ: Dæmd ósakhæf og til að greiða miskabætur Konan sem stakk barn í brjóstið í Reykjanesbæ í september á þessu ári var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af tilraun til manndráps. Hún var dæmd ósakhæf og er henni því gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og skal hún einnig greiða stúlkunni 900 þúsund krónur í miskabætur. 21.12.2009 18:32 Staðfesti gæsluvarðhald yfir haglabyssumanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms frá því fyrir helgi að gæsluvarðhald skuli framlengt yfir manninum sem skaut með haglabyssu á útidyrahurð íbúðarhúss í Seljahverfi fyrir rúmum mánuði. Maðurinn skal því sitja í varðhaldi til 15. janúar að minnsta kosti. 21.12.2009 17:47 Hissa á dómnum og hyggst áfrýja Ragnar Hauksson sem var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir ósiðleg ummæli við 17 ára gamla stúlku segist vera hissa á dómnum. 21.12.2009 17:31 Ökuníðingur í fangelsi Ökufanturinn sem var handtekinn í Kópavogi í gær eftir að hafa stofnað fjölda fólks í stórhættu með ökulagi sínu hefur verið fluttur í fangelsi en þar hefur hann hafið afplánun vegna annarra mála. 21.12.2009 17:28 Fyrsti hluti norræna lánsins greiddur út Fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var greiddur í dag. Um er að ræða 300 milljónir evra. 21.12.2009 17:07 Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. 21.12.2009 16:39 Segir af sér stjórnarmennsku vegna rannsóknar sérstaks saksóknara Jón Kr. Sólnes, stjórnarmaður í Byr, hefur ákveðið að láta af stjórnarstörfum á meðan á rannsókn málsins stendur og kalla inn varamann í sinn stað. 21.12.2009 16:30 Styrkur svifriks langt yfir heilsuverndamörkum um helgina Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg bæði á laugar- og sunnudag. Svifryksmengun var hins vegar innan marka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem önnur mælistöð er staðsett. Veðurstofan spáir áfram þurrviðri, kulda og tölvuverðum vindi og því má búast við staðbundinni svifryksmengun í borginni næstu daga. 21.12.2009 16:02 Þingmenn framlengdu launalækkun sína Þingmenn samþykktu fyrir stundu að framlengja launalækkun sína sem ákveðin hafði verið til loka ársins 2010. 21.12.2009 15:41 Öngþveiti í Evrópu Öngþveiti ríkir í samgöngumálum í Evrópu vegna mikils fannfergis rétt þegar milljónir manna ætla að bregða sér af bæ um hátíðarnar. 21.12.2009 15:22 Um 12% barna hafa fengið ógnvekjandi sms Rösklega 12% barna sem eiga farsima segjast hafa fengið skilaboð í farsímann sinn sem hafi verið ógnandi eða hrætt þau. 21.12.2009 15:22 Klámfenginn húðflúrari lamdi Guðmund í Byrginu Héraðsdómur Suðurlands dæmdi húðflúrarann Ragnar Hauksson fyrir að hafa gengið í skrokk á Guðmundi Jónssyni, oft kenndur við Byrgið, á síðasta ári. Þá er hann einnig dæmdur fyrir ósiðlegt athæfi þegar hann klæmdist við sautján ára stúlku sem hann var að húðflúra. 21.12.2009 15:13 Bandaríkin æfa eldflaugaárás frá Íran Bandaríkjamenn ætla í janúar að æfa hvernig þeir myndu verjast langdrægri kjarnorkueldflaug frá Íran. Þeir hafa áður æft hvernig þeir myndu verjast eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. 21.12.2009 15:01 Sektaður um tvær milljónir fyrir hvíldarleysi Vörubílstjóri var dæmdur til þess að greiða 2,1 milljón fyrir að virða ekki lögbundin hvíldartíma vörubílstjóra ítrekað. Það var Héraðsdómur Suðurlands sem dæmdi manninn til þess að greiða sektina en upphaf málsins má rekja til apríl á síðasta ári. 21.12.2009 14:43 Mótmæli valda umferðartöfum Um 80 - 100 vinnuvélar og stórir flutningabílar eru á leið að Alþingishúsinu þar sem mótmælt verður. Vélunum hefur verið ekið um borgina nú eftir hádegi og hafa þeir orsakað nokkrar umferðartafir. Við segjum nánar frá þessum mótmælum í dag. 21.12.2009 14:38 Sakar ríkisstjórnina um að brjóta kjarasamninga Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, mótmælir harðlega afnámi verðtryggingar persónuafsláttar í bréfi sem hann sendi þingmönnum í morgun. 21.12.2009 14:34 Yngri dóttir Sophiu Hansen hugsanlega á leiðinni til Íslands Yngri dóttir Sophiu Hansen, Rúna, verður kölluð til vitnis í aðalmeðferð í sakamáli gegn Sophiu sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 21.12.2009 13:46 Sundlaugarálftin drapst í morgun Álft sem gerði sig heimakomna við Sundlaug Kópavogs og var flutt í húsdýragarðinn drapst þar í morgun. 21.12.2009 13:45 Dæmdur fyrir tugmilljóna króna skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 39 ára gamlan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 19 milljónir króna. 21.12.2009 13:17 Bannað að barna á vígvellinum Bandarískur hershöfðingi í Norður-Írak hefur hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verða ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi. 21.12.2009 13:14 Hæstiréttur þyngir dóm yfir fjármálastjóra Garðabæjar Dómur yfir fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar, Alfreð Atlasyni, var þyngdur í Hæstarétti Íslands í morgun. Áður hafði héraðsdómur dæmt Alfreð í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta mánuði, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. 21.12.2009 12:31 Óhöppum vegna ölvunaraksturs hefur snarfækkað í ár Umferðaróhöppum sem rakin eru til ölvunaraksturs eru 26% færri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Umferðarstofu. 21.12.2009 12:21 Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi Annar þeirra sem lét lífið í umferðarslysi á Hafnarfjarðarveginum síðastliðinn föstudag hét Björn Björnsson. 21.12.2009 12:03 Alþingi samþykkti skattahækkanir í morgun Alþingi samþykkti í morgun bandorm ríkisstjórnarinnar um hækkun ýmissa óbeinna skatta sem og virðisaukaskatts, sem skila á ríkissjóði um 14 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Gjöld á áfengi, tóbak og bensín verða hækkuð. 21.12.2009 11:59 Landlæknir kannar álag á starfsmenn Landspítala Landlæknisembættið hyggst á næstunni kanna ítarlega hvort álag á starfsmenn Landspítala hafi aukist frá því sem áður var og skila heilbrigðisráðherra greinargerð um málið. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. 21.12.2009 11:15 Sjá næstu 50 fréttir
Flugráðsfólki haldin jólaveisla í Perlunni „Ég er gestrisinn maður og alinn upp við góða mannasiði,“ segir séra Gunnlaugur Stefánsson, formaður Flugráðs, sem bauð ráðsmönnum og öðrum gestum í veglegt jólahlaðborð í Perlunni síðastliðið fimmtudagskvöld. 22.12.2009 03:00
Fimm menn handteknir Fimm menn voru handteknir seint á sunnudagskvöld fyrir stuld á járnskiltinu alræmda, sem var yfir hliði útrýmingarbúða nasista í Auschwitz í Póllandi. 22.12.2009 03:00
Samþykki nú nánast öruggt Demókratar í öldungadeild Bandaríkjanna telja nú nánast öruggt að frumvarp um nýja skipan heilbrigðistrygginga verði samþykkt í deildinni fyrir jól. 22.12.2009 02:30
Útskrifaðar fyrir afmælisdag Tvíburarnir Krishna og Trishna frá Bangladess voru útskrifaðir frá sjúkrahúsi í Ástralíu í gær, þar sem þær undirgengust erfiða aðgerð fyrir fimm vikum. 22.12.2009 02:00
Æsilegt áhlaup á Kristjaníu Jökull Gíslason lögreglumaður var í níu vikna skiptidvöl hjá lögreglunni í Kaupmannahöfn á dögunum. Þar kynntist hann gengjastríðum, starfsemi Vítisengla, gagnsemi lögregluhunda, mansalsmálum og fleiru. Hann tók meðal annars þátt í áhlaupi á Kristjaníu með dönsku óreirðalögreglunni, sem hann segir frá hér. 22.12.2009 02:00
Hafró fann lítið af loðnu Árlegri loðnumælingu Hafrannsóknastofnunar að haustlagi er lokið og niðurstöður gefa ekki tilefni til þess að leggja til loðnukvóta á komandi vetrarvertíð. Lítið mældist af fullorðinni loðnu sem og ungloðnu. 22.12.2009 01:00
Beinn kostnaður við Kastljósið 130 milljónir Beinn kostnaður Ríkisútvarpsins við sjónvarpsþáttinn Kastljós nemur 130 milljónum króna á ári. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í svari menntamálaráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar þingmanns um kostnað við einstaka þætti hjá RÚV. Silfur Egils kostar 14 milljónir og Kiljan 22. 21.12.2009 23:36
Verktakakostnaður stóreykst hjá utanríkisráðuneytinu Kostnaður við verktaka hjá utanríkisráðuneytinu hefur aukist um rúma 40 milljónir það sem af er þessu ári miðað við árið í fyrra. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðherra við fyrirspurn Gunnars Braga Sveinssonar, alþingismanns. Í svari ráðherrans kemur einnig fram að kostnaðaraukninguna megi nær alla rekja til EXPO 2010, heimssýningarinnar í Sjanghæ, sem Íslendingar taka þátt í. 21.12.2009 22:42
Sinueldur í Reynisfjalli Slökkvilið Mýrdalshrepps í Vík var kallað út í kvöld vegna elds austan í Reynisfjalli. Eldurinn var í sinu við eina staurastæðu raflínunnar sem þar er. 21.12.2009 23:49
Bráðabirgðaáhættumat IFS kynnt fjárlaganefnd Á fundi fjárlaganefndar í kvöld var farið yfir bráðbirgðaráhættumat frá IFS Greiningu á Icesave samningnum. Að sögn Guðbjarts Hannessonar formanns nefndarinnar hafði verið óskað eftir því að slíkt mat yrði unnið og féllst meirihlutinn á það en þó með þeim formerkjum að það myndi ekki tefja afgreiðslu málsins. Endanleg skýrsla IFS Greiningar kemur á Þorláksmessu en að sögn Guðbjarts er þó enn möguleiki á því að málið verði afgreitt úr nefndinni á morgun. 21.12.2009 21:34
Breskri leiðtogar í fyrsta sinn í sjónvarpskappræður Leiðtogar þriggja stærstu stjórnmálaflokka Bretlands munu mætast í kappræðum í sjónvarpi fyrir kosningar sem fyrirhugaðar eru einhverntíma á næsta ári, líklegast í maí. Þetta er í fyrsta sinn í breskri sögu sem þessi háttur er hafður á. Gordon Brown, Verkamannaflokki, David Cameron, Íhaldsflokki og Nick Clegg fyrir Frjálslynda demókrata munu mætast í kappræðum á sjónvarpsstöðvunum ITV, Sky og BBC. Kappræðurnar verða haldnar fyrir framan áhorfendur í sjónvarpsal og verður hver þáttur um 90 mínútna langur. 21.12.2009 21:30
Múlagöng lokuð í nótt Múlagöng verða lokuð í kvöld frá miðnætti og fram til kl 02:00. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þá er varað við hálkublettum og éljagangi á Norðurlandi eru hálkublettir og er éljagangur á Vatnsskarði og á Siglufjarðarvegi. Hálka og éljagangur er svo á Öxnadalsheiði en snjóþekja ásamt éljagangi á Víkurskarði. Á Norðausturlandi er víðast hvar hálka, snjóþekja og skafrenningur eða éljagangur. 21.12.2009 21:15
15 fengu ríkisborgararétt Alþingi samþykkti í dag að veita 15 einstaklingum íslenskan ríkisborgararétt. Fólkið er hvaðanæva að úr heiminum og á öllum aldri. Þrír eru fæddir hér á landi. Á meðal annara landa sem fólkið kemur upphaflega frá má nefna Taíland, Venesúela, Bandaríkin og Úkraínu. 21.12.2009 20:33
Tugþúsundir flýja eldfjall Tugþúsundum hefur verið fyrirskipað að yfirgefa heimili sín á Fillipseyjum en vísindamenn reikna með því að eitt stærsta eldfjall landsins fari að gjósa á næstu dögum. Fleiri en 9000 fjölskyldur, eða tæplega 45 þúsund manns, hafa verið fluttar í búðir sem reistar hafa verið í hæfilegri fjarlægð frá fjallinu Mayon. Sumir íbúar í nágrenninu kjósa þó heldur að halda sig heima og óttast margir að þjófar fari ránshendi um heimili þeirra yfirgefi þeir þau. 21.12.2009 20:14
Mál gegn Polanski ekki látið niður falla Áfrýjunardómstóll í Kalíforníu hefur hafnað beiðni kvikmyndaleikstjórans Romans Polanskis um að mál gegn honum verði látið niður falla. Polanski var árið 1977 ákærður og dæmdur fyrir barnaníð í ríkinu. Hann flúði til Evrópu og hefur aldrei snúið aftur á bandaríska grund. 21.12.2009 19:45
Friðarverðlaunahafi fyrirskipar mannskæðar loftárásir Barack Obama, Bandaríkjaforseti gaf sjálfur skipun um það fyrir helgi, að tvær sprengjuárásir yrðu gerðar í Yemen. 21.12.2009 19:23
Jólabjórinn búinn Jólabjór er nær uppseldur á landinu en um fimmtíu prósent meira hefur selst af slíkum bjór fyrir þessi jól en áður. Sérstakur jólabjór brugghúsanna hefur rokið út í desember og er nú nær ófáanlegur í vínbúðum. Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri ÁTVR segir að gert sé ráð fyrir því að almenn sala á áfengi í Vínbúðunum dragist örlítið saman í desember miðað við sama tíma í fyrra. Aukin sala á jólabjór er því nokkuð á skjön við það. 21.12.2009 19:19
Metaðsókn í mataraðstoð Aldrei hafa fleiri sótt um mataraðstoð fyrir jólin en búist er við að um tíu þúsund manns fái slíka aðstoð nú. Dæmi er um að fólk á tíræðisaldri hafi óskað eftir aðstoð. 21.12.2009 19:06
Vill ekki hafa börnin í heimavist á Hornafirði Húsmóðir á Svínafelli í Öræfum vill að látið verði reyna á lög sem heimila alþingismönnum, einum þegna, að eiga lögheimili á öðrum stað en makinn. Sjálf halda þau hjónin tvö heimili til að börn þeirra þurfi ekki að vera ein og umönnunarlaus á heimavist í grunnskóla fjarri heimaslóðum. 21.12.2009 19:00
Nýja skattkerfið kallar á meiri árvekni skattgreiðenda Þeir sem ekki hirða um að tilkynna skattayfirvöldum í janúar ár hvert hvaða skatthlutfall þeir eiga að greiða fá 2,5 prósenta álag ofan staðgreiðslu skatta. Þriggja þrepa skattkerfið sem varð að lögum í dag kallar á mun meiri árverkni hjá skattgreiðendum sem bera ábyrgð á því að þeir séu rétt skattlagðir. 21.12.2009 18:55
Ódæði í Reykjanesbæ: Dæmd ósakhæf og til að greiða miskabætur Konan sem stakk barn í brjóstið í Reykjanesbæ í september á þessu ári var í dag sýknuð í héraðsdómi Reykjaness af tilraun til manndráps. Hún var dæmd ósakhæf og er henni því gert að sæta öryggisgæslu á viðeigandi stofnun og skal hún einnig greiða stúlkunni 900 þúsund krónur í miskabætur. 21.12.2009 18:32
Staðfesti gæsluvarðhald yfir haglabyssumanni Hæstiréttur staðfesti í dag úrskurð héraðsdóms frá því fyrir helgi að gæsluvarðhald skuli framlengt yfir manninum sem skaut með haglabyssu á útidyrahurð íbúðarhúss í Seljahverfi fyrir rúmum mánuði. Maðurinn skal því sitja í varðhaldi til 15. janúar að minnsta kosti. 21.12.2009 17:47
Hissa á dómnum og hyggst áfrýja Ragnar Hauksson sem var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir ósiðleg ummæli við 17 ára gamla stúlku segist vera hissa á dómnum. 21.12.2009 17:31
Ökuníðingur í fangelsi Ökufanturinn sem var handtekinn í Kópavogi í gær eftir að hafa stofnað fjölda fólks í stórhættu með ökulagi sínu hefur verið fluttur í fangelsi en þar hefur hann hafið afplánun vegna annarra mála. 21.12.2009 17:28
Fyrsti hluti norræna lánsins greiddur út Fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var greiddur í dag. Um er að ræða 300 milljónir evra. 21.12.2009 17:07
Blaðamaður DV dæmdur fyrir ummæli Dabba Grensás Blaðamaður DV, Erla Hlynsdóttir, var dæmd fyrir meiðyrði gagnvart Viðari Má Friðfinnssyni, eiganda Strawberries klúbbsins. Ummælin sem hún er dæmd fyrir voru höfð eftir Davíð Smára Helenarsyni, eða Dabba Grensás, í viðtali sem birtist í blaðinu í febrúar á þessu ári. 21.12.2009 16:39
Segir af sér stjórnarmennsku vegna rannsóknar sérstaks saksóknara Jón Kr. Sólnes, stjórnarmaður í Byr, hefur ákveðið að láta af stjórnarstörfum á meðan á rannsókn málsins stendur og kalla inn varamann í sinn stað. 21.12.2009 16:30
Styrkur svifriks langt yfir heilsuverndamörkum um helgina Styrkur svifryks fór yfir heilsuverndarmörk á mælistöð Reykjavíkurborgar við Grensásveg bæði á laugar- og sunnudag. Svifryksmengun var hins vegar innan marka í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem önnur mælistöð er staðsett. Veðurstofan spáir áfram þurrviðri, kulda og tölvuverðum vindi og því má búast við staðbundinni svifryksmengun í borginni næstu daga. 21.12.2009 16:02
Þingmenn framlengdu launalækkun sína Þingmenn samþykktu fyrir stundu að framlengja launalækkun sína sem ákveðin hafði verið til loka ársins 2010. 21.12.2009 15:41
Öngþveiti í Evrópu Öngþveiti ríkir í samgöngumálum í Evrópu vegna mikils fannfergis rétt þegar milljónir manna ætla að bregða sér af bæ um hátíðarnar. 21.12.2009 15:22
Um 12% barna hafa fengið ógnvekjandi sms Rösklega 12% barna sem eiga farsima segjast hafa fengið skilaboð í farsímann sinn sem hafi verið ógnandi eða hrætt þau. 21.12.2009 15:22
Klámfenginn húðflúrari lamdi Guðmund í Byrginu Héraðsdómur Suðurlands dæmdi húðflúrarann Ragnar Hauksson fyrir að hafa gengið í skrokk á Guðmundi Jónssyni, oft kenndur við Byrgið, á síðasta ári. Þá er hann einnig dæmdur fyrir ósiðlegt athæfi þegar hann klæmdist við sautján ára stúlku sem hann var að húðflúra. 21.12.2009 15:13
Bandaríkin æfa eldflaugaárás frá Íran Bandaríkjamenn ætla í janúar að æfa hvernig þeir myndu verjast langdrægri kjarnorkueldflaug frá Íran. Þeir hafa áður æft hvernig þeir myndu verjast eldflaugaárás frá Norður-Kóreu. 21.12.2009 15:01
Sektaður um tvær milljónir fyrir hvíldarleysi Vörubílstjóri var dæmdur til þess að greiða 2,1 milljón fyrir að virða ekki lögbundin hvíldartíma vörubílstjóra ítrekað. Það var Héraðsdómur Suðurlands sem dæmdi manninn til þess að greiða sektina en upphaf málsins má rekja til apríl á síðasta ári. 21.12.2009 14:43
Mótmæli valda umferðartöfum Um 80 - 100 vinnuvélar og stórir flutningabílar eru á leið að Alþingishúsinu þar sem mótmælt verður. Vélunum hefur verið ekið um borgina nú eftir hádegi og hafa þeir orsakað nokkrar umferðartafir. Við segjum nánar frá þessum mótmælum í dag. 21.12.2009 14:38
Sakar ríkisstjórnina um að brjóta kjarasamninga Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, mótmælir harðlega afnámi verðtryggingar persónuafsláttar í bréfi sem hann sendi þingmönnum í morgun. 21.12.2009 14:34
Yngri dóttir Sophiu Hansen hugsanlega á leiðinni til Íslands Yngri dóttir Sophiu Hansen, Rúna, verður kölluð til vitnis í aðalmeðferð í sakamáli gegn Sophiu sem var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 21.12.2009 13:46
Sundlaugarálftin drapst í morgun Álft sem gerði sig heimakomna við Sundlaug Kópavogs og var flutt í húsdýragarðinn drapst þar í morgun. 21.12.2009 13:45
Dæmdur fyrir tugmilljóna króna skattsvik Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 39 ára gamlan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 19 milljónir króna. 21.12.2009 13:17
Bannað að barna á vígvellinum Bandarískur hershöfðingi í Norður-Írak hefur hótað að leiða liðsmenn sína fyrir herrétt ef þeir verða ófrískir á meðan þeir gegna herþjónustu þar í landi. 21.12.2009 13:14
Hæstiréttur þyngir dóm yfir fjármálastjóra Garðabæjar Dómur yfir fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar, Alfreð Atlasyni, var þyngdur í Hæstarétti Íslands í morgun. Áður hafði héraðsdómur dæmt Alfreð í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta mánuði, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir. 21.12.2009 12:31
Óhöppum vegna ölvunaraksturs hefur snarfækkað í ár Umferðaróhöppum sem rakin eru til ölvunaraksturs eru 26% færri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Umferðarstofu. 21.12.2009 12:21
Lést í umferðarslysi á Hafnarfjarðarvegi Annar þeirra sem lét lífið í umferðarslysi á Hafnarfjarðarveginum síðastliðinn föstudag hét Björn Björnsson. 21.12.2009 12:03
Alþingi samþykkti skattahækkanir í morgun Alþingi samþykkti í morgun bandorm ríkisstjórnarinnar um hækkun ýmissa óbeinna skatta sem og virðisaukaskatts, sem skila á ríkissjóði um 14 milljörðum í auknar tekjur á næsta ári. Gjöld á áfengi, tóbak og bensín verða hækkuð. 21.12.2009 11:59
Landlæknir kannar álag á starfsmenn Landspítala Landlæknisembættið hyggst á næstunni kanna ítarlega hvort álag á starfsmenn Landspítala hafi aukist frá því sem áður var og skila heilbrigðisráðherra greinargerð um málið. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins. 21.12.2009 11:15