Innlent

Um 12% barna hafa fengið ógnvekjandi sms

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rösklega 12% barna sem eiga farsima segjast hafa fengið skilaboð í farsímann sinn sem hafi verið ógnandi eða hrætt þau.

Þetta kemur fram í könnun sem gerð var fyrir SAFT átakið. Þetta er öllu meira en árið 2007 en þá voru það um 9,8% sem höfðu fengið þess háttar skilaboð.

Þá sýnir könnunin sem gerð var í vor að börn eru nú yngri þegar þau eignast sinn fyrsta farsíma en þau voru áður og algengara er að börn noti netið í gegnum farsíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×