Innlent

Nýja skattkerfið kallar á meiri árvekni skattgreiðenda

Þeir sem ekki hirða um að tilkynna skattayfirvöldum í janúar ár hvert hvaða skatthlutfall þeir eiga að greiða fá 2,5 prósenta álag ofan staðgreiðslu skatta. Þriggja þrepa skattkerfið sem varð að lögum í dag kallar á mun meiri árverkni hjá skattgreiðendum sem bera ábyrgð á því að þeir séu rétt skattlagðir.

Einstaklingar sem eru með allar sínar tekjur hjá einum atvinnurekenda þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að tilkynna atvinnrekandanum hvernig á að skattleggja hann. Málið vandast hins vegar hjá þeim sem eru með tekjur á fleiri en einum stað. Þá verður launamaðurinn að tilkynna atvinnurekanda í hvaða skattþrepi hann á að vera en nú vinna um 33 þúsund framteljendur hjá fleiri en einum vinnuveitenda.

Tryggvi Þór Herbertsson þingmaður Sjálfstæðisflokks segir þetta mikinn galla við nýja skattkerfið þó vissulega auki það jöfnuð í skattheimtunni. Tryggvi Þór segir að rannsóknir sýni að skattheimta sé mun lakari í eftir á greiddum sköttum. Þá þurfa hjón að vera vakandi yfir því að nýta sér flutning tekna milli maka til skattlagningar til að verða ekki ofsköttuð. Almenningur þarf því að vera betur að sér í skattamálum en í gamla staðgreiðslukerfinu.

Þær skattbreytingar og hækkun gjalda ýmis konar sem samþykkt voru á Alþingi í dag eiga að skila ríkissjkóði um 44 milljörðum, þar af á nýja þriggja þrepa skattkerfið að skila um 10 milljörðum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×