Innlent

Hæstiréttur þyngir dóm yfir fjármálastjóra Garðabæjar

Garðabær.
Garðabær.

Dómur yfir fyrrum fjármálastjóri Garðabæjar, Alfreð Atlasyni, var þyngdur í Hæstarétti Íslands í morgun. Áður hafði héraðsdómur dæmt Alfreð í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi. Hæstiréttur þyngdi dóminn í átta mánuði, þar af eru sex mánuðir skilorðsbundnir.

Það þýðir að Alfreð þarf að afplána tvo mánuði í fangelsi.

Fjármálastjórinn var dæmdur fyrir að draga að sér rúmar níu milljónir króna þegar hann starfaði hjá Garðabæ á tímabilinu 2007-2008.

Alfreð endurgreiddi allt féð skömmu eftir að málið komst upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×