Innlent

Þingmenn framlengdu launalækkun sína

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þingmenn samþykktu að framlengja launalækkun sína. Mynd/ GVA.
Þingmenn samþykktu að framlengja launalækkun sína. Mynd/ GVA.
Þingmenn samþykktu fyrir stundu að framlengja launalækkun sína sem ákveðin hafði verið til loka ársins 2010.

Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingarinnar samþykkti lög eftir bankahrunið á síðasta ári sem kvað á um 10% launalækkanir alþingismanna, ráðherra og annarra sem heyra undir kjararáð.

Alþingi samþykkti svo lög í dag til að framlengja þessa lækkun. Í greinagerð með lögunum segir að ráðstöfunin sé tímabundin og að því búnu geti kjararáð fellt úrskurð um þá sem heyra undir úrskurðarvald þess að teknu tilliti til kjara hjá viðmiðunarhópum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×