Erlent

Friðarverðlaunahafi fyrirskipar mannskæðar loftárásir

Barack Obama, Bandaríkjaforseti gaf sjálfur skipun um það fyrir helgi, að tvær sprengjuárásir yrðu gerðar í Yemen.

Þarlend mannréttindasamtök segja að sexíu og fjórir hafi farist í árásunum, þar af tuttugu og þrjú börn. Árásin var gerð rúmri viku eftir að Obama tók við friðarverðlaunum Nóbels í Ósló, en ABC fréttastofan segir að ráðist hafi verið á tvær æfingabúðir Al-Kaída.

Öldungadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt að verja sem nemur ríflega áttatíu þúsund milljörðum króna til hernaðar á næsta ári. Megnið af fénu á að fara í stríðin í Írak og Afganistan. Þessi fjárhæð samsvarar á bilinu hundrað til tvöhundruð faldrar skuldbindingar Íslendinga vegna Icesvae.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×