Innlent

Sakar ríkisstjórnina um að brjóta kjarasamninga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Arnbjörnsson gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega í tengslum við breytingar á persónuafslættinum. Mynd/ GVA.
Gylfi Arnbjörnsson gagnrýnir ríkisstjórnina harðlega í tengslum við breytingar á persónuafslættinum. Mynd/ GVA.
Gylfi Arnbjörnsson, formaður Alþýðusambands Íslands, mótmælir harðlega afnámi verðtryggingar persónuafsláttar í bréfi sem hann sendi þingmönnum í morgun.

Þá mótmælir hann jafnframt að 3000 króna hækkun persónuafsláttar sem koma átti til framkvæmda þann 1. janúar 2011 skuli felld niður. Í bréfinu bendir Gylfi á að hvoru tveggja sé hluti af samningum ASÍ við fyrri ríkisstjórnir. Sérstök hækkun persónuafsláttarins sé meira segja hluti af núgildandi kjarasamningum sem renni út í lok nóvember á næsta ári.

,„Miðstjórn ASÍ hefur mótmælt þessu harðlega og krafist þess að ríkisstjórnin standi við gerða kjarasamninga," segir Gylfi í bréfinu. Gylfi segir ASÍ vera sammála stjórnarflokkunum um að taka upp þrepaskipt skattkerfi. ASÍ hafi fyrst sett fram þá kröfu árið 1996. „Það er hins vegar mikill og alvarlegur misskilningur þingmanna meirihlutans, að stilla þrepaskattinum og verðtryggingu persónuafsláttar upp sem valkosti sem útiloki hvorn annan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×