Innlent

Landlæknir kannar álag á starfsmenn Landspítala

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Landlæknisembættið kannar álagið á heilbrigðisstarfsfólk. Mynd/ Anton.
Landlæknisembættið kannar álagið á heilbrigðisstarfsfólk. Mynd/ Anton.
Landlæknisembættið hyggst á næstunni kanna ítarlega hvort álag á starfsmenn Landspítala hafi aukist frá því sem áður var og skila heilbrigðisráðherra greinargerð um málið. Þetta kemur fram á vef heilbrigðisráðuneytisins.

Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra óskaði eftir því við Landlæknisembættið að kannað yrði sérstaklega hvort álag á starfsmenn Landspítala hafi aukist eins og Ungliðadeild sjúkraliða hélt fram, og ógnaði öryggi sjúklinga.

Ráðherra sagði sjúkraliðum frá viðbrögðum sínum við ályktun félagsins á fundi, sem hún átti með fulltrúum félagsins og ungliðadeild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×