Innlent

Hissa á dómnum og hyggst áfrýja

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ragnar Hauksson sem var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands í dag fyrir ósiðleg ummæli við 17 ára gamla stúlku segist vera hissa á dómnum.

Hann segist vera saklaus af ákærunni og hann sé búinn að taka ákvörðun um að áfrýja. „Ég er 100% saklaus,“ segir Ragnar. Hann segist aldrei hafa verið dæmdur fyrir kynferðisbrot.

Ragnar, sem er eiginmaður, einnar þeirra konu sem kærðu Guðmund Jónsson í Byrginu fyrir kynferðisbrot var einnig dæmdur fyrir að hafa ráðist á Guðmund. Hann játaði það brot en honum var hins vegar ekki gerð refsing vegna þeirrar árásar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×