Innlent

Dæmdur fyrir tugmilljóna króna skattsvik

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mynd/ Vilhelm.
Mynd/ Vilhelm.
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi 39 ára gamlan karlmann í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi í dag fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti og staðgreiðslu opinberra gjalda að upphæð 19 milljónir króna.

Þessi gjöld voru innheimt í rekstri einkahlutafélags hans á árunum 2004 og 2005. Jafnframt var maðurinn dæmdur fyrir að hafa ekki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum og skilagreinum vegna staðgreiðslu opinberra gjalda.

Maðurinn neitaði sök og bar því meðal annars við að hann hafi ekki borið ábyrgð á því að ekki hafi verið staðið skil á skilagreinum og virðisaukaskattsskýrslum, þar sem hann hafi falið starfsmönnum bókhaldsstofu að annast skýrslugerð til skattyfirvalda. Með vísan til þess sem rakið er hér að framan er vörn ákærða að þessu leyti hafnað.

Auk skilorðsbundins fangelsis þarf maðurinn að greiða 13 milljónir króna í sekt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×