Innlent

Ökuníðingur í fangelsi

Frá vettvangi í gær.
Frá vettvangi í gær. MYND/Vilhelm

Ökufanturinn sem var handtekinn í Kópavogi í gær eftir að hafa stofnað fjölda fólks í stórhættu með ökulagi sínu hefur verið fluttur í fangelsi en þar hefur hann hafið afplánun vegna annarra mála.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni en um er að ræða eftirstöðvar fangelsisvistar. „Eins og fram hefur komið var manninum, sem er um þrítugt og hefur ítrekað komið við sögu hjá lögreglu, veitt eftirför úr Hafnarfirði og í Kópavogi en þar var för hans stöðvuð í Lindahverfi þegar lögreglan ók á bíl hans en honum hafði ökufanturinn stolið í Árbæ nóttina áður," segir ennfremur.




Tengdar fréttir

Leiðin sem níðingurinn ók

Fjölda mannslífa var stofnað í hættu þegar ökuníðingur á stolnum jeppa reyndi að stinga sex lögreglubíla af. Hann ók á ofsahraða á móti umferð á Reykjanesbraut í Garðabæ en eftirförin endaði með bílveltu í Kópavogi. Hægt er að sjá leiðina sem maðurinn ók í myndbandinu sem fylgir þessari frétt.

Mikil hætta stafaði af ökumanni á stolnum bíl

Ökumaður á stolnum bíl var handtekinn í grennd við verslunarmiðstöðuna Smáralind nú fyrir skömmu. Lögregla veitti manninum eftirför sem ók á móti umferð. Mikil hætta stafaði af manninum, að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×