Innlent

Fyrsti hluti norræna lánsins greiddur út

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabanki Íslands.
Seðlabanki Íslands.
Fyrsti hluti láns frá Norðurlöndunum til Íslands í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyris­sjóðsins var greiddur í dag. Um er að ræða 300 milljónir evra.

Í fréttatilkynningu frá Seðlabankanum kemur fram að Ísland hefur heimild til að nýta alls 444 milljónir evra fram að annarri endurskoðun efnahagsáætlunarinnar sem áætlað er að fari fram um miðjan janúar 2010. Ekki var talin þörf á frekari notkun á lánsheimildinni að sinni og flytjast því 144 milljónir evra til næsta tímabils sem hefst að lokinni annarri endurskoðun. Andvirði lánsins verður ávaxtað sem hluti af gjaldeyrisforða Seðlabanka Íslands.

Gjaldeyrisforði bankans er nú um 458 milljarðar króna eða sem nemur 2.495 milljónum evra. Það samsvarar vöruinnflutningi í rúmt ár miðað við síðustu 12 mánuði.

Enn eru ódregin umsamin lán að fjárhæð tæplega 2,3 milljarðar evra frá Norðurlöndunum, Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Póllandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×