Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Smári Jökull Jónsson skrifar 29. september 2025 23:02 Þessir ferðamenn voru á leið til Lissabon og vissu ekki af gjaldþroti Play þegar fréttamaður ræddi við þau. Vísir Fréttir af gjaldþroti Play komu ferðamönnum á Keflavíkurflugvelli í opna skjöldu í morgun. Íslendingar sem eru strandaglópar á Tenerife þurftu að reiða fram rúma milljón vegna aukakostnaðar sem af hlýst vegna gjaldþrotsins. Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“ Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira
Tilkynnt var um rekstrarstöðvun Play í morgun og eins og sást á skjáum á Keflavíkurflugvelli þá hafði öllum flugum félagsins verið aflýst. Farþegar voru þá búnir að bóka sig inn í flug sem áttu að fara síðar um morguninn og komu fréttiirnar þeim í opna skjöldu. Fregnirnar bárust með afar stuttum fyrirvara og einhverjir farþegar vissu ekki af gjaldþrotinu þegar Fréttastofa ræddi við þá hér á Keflavíkurflugvelli. „Við erum að bíða eftir flugi okkar til Lissabon nú síðdegis,“ sögðu grandalausir farþegar í Keflavík. Hafið þið ekki heyrt fréttir af Play? „Nei, hvað gerðist?“ Play er gjaldþrota, það fara engin flug á vegum Play núna. „Þess vegna sáum við á skjáum að flugum hafði verið aflýst,“ sögðu farþegarnir og voru augljóslega slegnir. „Hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara í vikutúr með börnin“ Andrúmsloftið var þungt á Keflavíkurflugvelli í morgun. Þar mátti sjá fólk tilbúið í sólina en flugi Play til Tenerife sem átti að fara í loftið hálf ellefu var aflýst með skömmum fyrirvara. Þar var einnig fjöldi erlendra ferðamanna á leið heim til sín og mátti sjá marga þeirra í símanum að reyna að bóka sér ný flug. Árni Marz Friðgeirsson var á leið til vetrardvalar á Tenerife þegar flugi hans var skyndilega aflýst. „Þegar við vorum búin að setja inn farangurinn og ganga frá öll og sest og biðum. Þá bara, því miður. búið, farnir á hausinn. Við erum kannski heppnari að því leytinu til að við erum að fara í langtíma en ekki svona stutta ferð en það er hræðilegt að horfa á fólkið sem er að fara kannski í vikutúr með börnin og allir í klessu,“ sagði Árni skömmu eftir að fréttirnar bárust í morgun. Ferðamenn voru ósáttir með skort á upplýsingum frá Play.Vísir Þá voru farþegar ósáttir með skort á upplýsingum og sögðust enga aðstoð hafa fengið frá Play. „Þau eru ekki einu sinni hér til að hjálpa okkur með framhaldið, mér finnst það svolítið klikkað. Við erum vonsvikin,“ sögðu erlendir ferðamenn á leið til Lissabon. Reiður út í Icelandair vegna hækkunar Í viðtali á Vísi í dag sagði Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair að flugfélagið væri í samtali við stjórnvöld um viðbrögð og hvort félagið gæti nýtt varavélar sínar til að aðstoða Íslendinga sem fastir eru erlendis. Átta manna hópur Íslendinga átti bókað flug heim frá Tenerife í dag og þarf að leggja út háar fjárhæðir til að bóka ný flug. „Við semsagt förum út með Play og það kostaði hópinn fram og til baka 400 þúsund krónur en að koma þessum hóp heim kostar 923 þúsund. Svo náttúrulega bætist ofan á þetta þrír dagar auka í hótel, við vorum með bílaleigubíl og það er þarf að framlengja honum og þetta er hellings aukakostnaður og tekjutap,“ sagði Hann segist reiður út í Icelandir sem hann fullyrðir að hafi hækkað fargjöld sín og var hissa þegar fréttirnar af Play bárust í morgun. „Nú er forstjóri Play búinn að koma fram og segja að þða sé allt í góðu og maður hefur heyrt þetta áður en við einhvern veginn bjuggumst ekki við þessu á þessum tímapunkti.“
Samgöngur Play Gjaldþrot Play Icelandair Samkeppnismál Fréttir af flugi Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Sjá meira