Innlent

Óhöppum vegna ölvunaraksturs hefur snarfækkað í ár

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Umferðaróhöpp sem rakin eru til ölvunaraksturs eru 26% færri það sem af er árinu en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tölum frá Umferðarstofu.

Umferðarstofa segir að lögregla hafi verið með mikið eftirlit með ölvunarakstri fyrir jólin og ekki að ástæðulausu. Fjöldi ökumanna sé stöðvaður og tekinn úr umferð vegna ölvunaraksturs.

Umferðarstofa og lögregla höfuðborgarsvæðisins vilja minna á að ölvunarakstur er ein algengasta orsök alvarlegra umferðarslysa og í mörgum tilfellum hefur ekki þurft mikla neyslu til að afleiðingarnar verði alvarlegar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×