Innlent

Sundlaugarálftin drapst í morgun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Blessuð sé minning álftarinnar.
Blessuð sé minning álftarinnar.
Álft sem gerði sig heimakomna við Sundlaug Kópavogs og var flutt í húsdýragarðinn drapst þar í morgun.

Hilmar Össurarson, dýrahirðir í Húsdýragarðinum, telur að fuglinn hafi verið orðinn eitthvað veikur. Þrátt fyrir að hann hafi fengið fæði og húsaskjól hafi ekki tekist að bjarga honum. „Hann fékk besta atlæti sem við hefðum getað gefið honum," segir Hilmar.

Hilmar segir að það sé óalgengt að fuglar hegði sér með þeim hætti sem þessi gerði og því megi gera ráð fyrir að eitthvað hafi verið að honum.

Þegar álftin gerði vart við sig í Sundlaug Kópavogs var lögregla kölluð til og beðin um að fjarlægja fuglinn. Það kom hins vegar í hlut bæjarstarfsmanna að fjarlægja fuglinn og koma honum í Húsdýragarðinn en lögreglan náði hins vegar mynd sem birtist með þessari frétt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×