Innlent

Mótmæli valda umferðartöfum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Lestin stefnir niður að Alþingishúsinu. Mynd/ GVA.
Lestin stefnir niður að Alþingishúsinu. Mynd/ GVA.
Um 80 - 100 vinnuvélar og stórir flutningabílar eru á leið að Alþingishúsinu þar sem mótmælt verður. Vélunum hefur verið ekið um borgina nú eftir hádegi og hafa þeir orsakað nokkrar umferðartafir, meðal annars á Sæbraut.

Þeir verktakar og starfsmenn sem fara fyrir mótmælunum ætla að afhenda fulltrúum úr fjárlaganefnd Alþingis áskorun um að stuðla að því að farið verði í mannaflsfrekar framkvæmdir hið fyrsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×